Er ekki hægt að koma honum í skrifstofuvinnu?

Rétt fyrir páska framdi 15 ára gömul stúlka í Svíðþjóð sjálfsmorð. Hún gerði það aðeins nokkrum klukkutímum áður en hún átti að vitna gegn manninum sem var ásakaður um að ítrekað hafa nauðgað henni síðastliðið ár. Hún var svo hrædd við hann að dauðinn var auðveldari en að þurfa að mæta honum aftur. Þar sem höfuðvitnið var ekki lengur á lífi, var málið lagt niður og enn einn nauðgarinn slapp við dóm. Þetta er hörmulegt mál og því miður ekki það eina.

 Það er mjög erfitt fyrir fórnarlömb nauðgara að vitna og oft upplifa þau réttarhöldin eins og aðra nauðgun. Þegar svo málið er lagt niður vegna skorts á sönnunargögnum, er ennþá erfiðaða að upplifa skömmina, bæði af nauðguninni og að vera ekki trúað. 

Ég hef ekki hugmynd um hvort séra Gunnar var sekur eða ekki. Hitt fer varla á milli mála að sóknarbörn hans upplifðu kynferðislega áreittni. Mér finnst þó að atvinnurekandi Gunnars, ætti að virða börnin það mikið að Gunnar fái starf þar sem ekki er hætta á að sóknarbörnin þurfi að upplifa kynferðislega áreittni aftur. Það hlýtur að vera hægt að finna vinnu fyrir hann þar sem hann hefur ekkert með börn að gera.  Trúarofstækishópar og kaþólksa kirkjan eru þekkt fyrir að hylma yfir með perrum. Ég hélt að íslenska þjóðkirkjan væri skárri.

 


mbl.is Gunnar tekur við 1. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir okkur góð?

Kirkjan hefur löngum talið trúna á guð auka siðgæðiskennd okkar. Hræðslan við að lenda í helvíti og loforðið um paradís að þessu lífi loknu, á að halda okkur frá því að vera vond hvort við annað.  Við trúleysingjar höfum þá spurt, hvort trúaðir séu þá ekki eins og gangandi tímasprengjur, því ef þeir missa trúna, geta þeir farið að ráðast á hvorn annan og jafnvel drepa.

Þetta hefur náttúrulega verið rannsakað eins og allt annað og langar mig til að segja ykkur frá einni rannsókn sem ég las um í bæjarblaðinu hér í  Vänersborg

Hópur manna sem hafði það góð fjárráð að þeir höfðu í sig og á, voru látnir meta hamingju sína á skala 1 - 10. Síðan fékk þessi hópur aukin fjárráð og voru látin meta hamingju sína aftur á sama skala. Það kom í ljós að flestir voru jafn hamingjusamir eftir sem áður. Þó voru nokkrir sem höfðu aukið hamingju sína og kom í ljós að þeir höfðu notað peningana til að gleðja aðra. Það bendir til að gamla máltækið "Sælla er að gefa en að þiggja" standist ennþá. Fleiri rannsóknir sem gerðar hafa verið, gefa sömu niðurstöðu.

Samkvæmt Stefan Einhorn sem er formaður etikráðsins við Karolinska háskólann í Stockholmi,  örvast umbunarmiðstöðin í heilanum þegar við látum gott af okkur leiða. Það sama gerist þegar við njótum góðrar máltíðar eða stundum kynlíf.  Hæfileikinn til að njóta þess að láta gott af sér leiða, hefur þróast með mannkyninu, vegna þess að samvinna hefur verið svo nauðsynleg til að komast af.

Við þurfum sem sagt ekki að óróa okkur yfir að kristnir missi trúna og hætti að haga sér vel. Við höfum öll mjög frumstæða þörf fyrir að koma vel fram við hvort annað.


Klukkuð

Svanur var að klukka mig, svo nú verð ég að skrifta (kem sennilega ekki nær því) 

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina

Handlangari í múrverki. Sumarvinna frábært að lostna úr frystihúsinu.

Blóðsuga á þjóðvegum. Vann með lögreglunni í Uddevalla við að taka blóðsýni úr ökumönnum sem voru grunaðir um ölvunarakstur.

Verkefnastjóri fyrir þjónustu við fjölfötluð börn, í litlu bæjarfélagi í Noregi.

Rannsóknarvinna. Gera próf á Alzheimersjúklingum, til að meta virkni Aricep á fólk með langt genginn Alzheimersjúkdóm

Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á

Zozo,  frábær mynd um innflytjendastrák frá Libanon. http://www.norden.org/webb/news/news.asp?id=6391&lang=1

Shirley Valentine,  40+ húsmóðir sem á að baki ónotað líf og gerir eitthvað í því.

Grease 1 ég elska dansmyndir

Tomten är far till alla barnen. Sænsk gamanmynd eins og þær gerast bestar.

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Flateyri

Reykjavík

Nes í Noregi

Vänersborg Svíþjóð

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar. Horfi lítið á sjónvarp.

Sex in the City. Einn af fáum þáttum sem segir mér ekki hvenær ég á að hlægja

So you think you can dance

Lets dance (ég elska dans)

Spaugstofan

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Færeyjar

Frönsku alparnir (eftirminnileg ferð þar sem við villtumst uppí 2500 m hæð, næstum bensínlaus.)

Cuba

Tallin

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg ekki daglega, en oft.

mbl.is

aftonbladet.se

Humanisterna.se

Ica.se  fullt af skemmtilegum spilum ef maður þarf að drepa tíma.

Fernt sem ég held upp á matarkyns

Saltkjöt og baunir

Curry kjúklingur með hrísgrjónum

Fiskisúpa a la Tommie

Graflax

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Harry Potte bestu barnabækur sem hafa verið skrifaðar. Lesið fyrir allar mínar stelpur og sjálfa mig líka.

Tro och Vetande, Christer Sturemark

Medicinen och det mänskliga, Carl-Magnus Stolt

Våga vara förälder, Alf B Svensson

Fjórir bloggarar sem ég klukka

gfi Gunnar Friðrik, johannbj Jóhann Björnsson, toshiki Toshiki Toma, DoctorE


Janna 2 ára!

Janna mín átti afmæli á föstudaginn, varð 2 ára. Hún er þó ekki búin að vera mína, (ef hægt er að tala um að eiga fólk) nema í 5 mánuði og erum við öll í fjölskyldunni mjög ánægð með þá ákvörðun að þiggja boðið um að verða fjölskyldan hennar.  Ég vil alls ekki gera lítið úr þeirri gleði sem fylgir því að ala upp frísk börn. Ég á 3 frísk börn og get ég ekki hugsað mér lífið án þeirra. Það er samt nokkuð sérstakt að ala upp fatlað barn. Alla vega þegar maður fær fatlað barn af fúsum og frjálsum vilja og býr í samfélagi sem veitir þá aðstoð sem þarf til að ala fatlað barn upp á sömu fjárhagslegu og félagslegu forsendum og ef um ófatlað barn væri að ræða. Janna öppnar packet från Moster Gudrun

Fötluð börn gefa svo mörg tækifæri til gleði.  Þegar hún þeytist um í gönguhestinum sínum, svo maður á fótum sínum fjör að launa, eða þegar maður hrekkur upp við að stóra steikarpannan dettur í gólfið, því hún hafði náð að opna pottaskápinn, pokinn með sorteringsruslinu er kominn útum allt eldhúsgólf, svo dagblöðin sjampoobrúsinn og niðursuðudósirnar liggja eins og hráviði um allt gólf, verður maður hamingjusamur, því fyrir bara mánuði síðan satt hún á þeim stað sem maður setti hana og manni datt ekki til hugar að hún mundi geta allt þetta á 2 ára afmælisdeginum sínum.  Hún er ekki farin að setjast sjálf, en getur setið i 1-2 mínútur óstudd ef hún er sett upp. Hún skríður ekki, en rúllar sér um gólfið á miklum hraða, svo það þarf að passa vel uppá hana.  Stóllinn sem hún sat í áður, fer með næstu ferð niður í hjálpatækjabanka aftur, því hún er ekki lengur ánægð með að sitja á einum stað þegar hún er búin að kynnast frelsinu sem fylgir því að geta hreyft sig úr stað. står för underhålningen

 Hún er ekkert farin að borða ennþá, en við erum hætt að stressa okkur yfir því. Hún þyngist eins og hún á að gera og virðist ekki sakna þess sjálf að fá ekki að borða. Hefur fengið sleikjó nokkrum sinnum með mismunandi bragðtegundum, en er ekkert hrifin af svoleiðis hlutum. Aftur á móti er ég ekki frá því að heyrnin hafi lagast. Við gáfumst upp á heyrnartækjunum,  bæði vegna þess að það var mjög erfitt að fá hana til að nota þau og svo finnst okkur hún heyra mun betur en hún gerði áður. Oft dettur mér í hug hvort hún hafi ekki bara leitt hjá sér öll hljóðin á barnaheimilinu og tekist að útiloka þau, því hún vaknar við umgang á nóttunni og heyrir um leið og einhver kemur inní húsið.

Ylva och JannaSjónin er líka betri, en hún fór í aðgerð í vor þar sem gert var við hægra augnlokið svo hún opnar það auga betur núna. Vinstri augað verður lagað í haust. Hún er mjög glöð og auðveld að eiga við. Hún elskar að gera eitthvað óvænt og óvenjulegt. Við vorum dálítið hrædd um að hjólaferðalagið mundi verða of erfitt fyrir hana, en svo var ekki. Hún elskaði að sofa í tjaldi, sitja í hjólavagninum og upplifa nýja hluti. Hún þekkir alla heimilismeðlimina og er alltaf mjög glöð þegar einhver kemur heim. Það jafnast þó ekki við að hitta einhvern fjölskyldumeðlim niðri í bæ eða þar sem hún á ekki von á því, því þá skríkir hún af gleði og sprettir út öllum öngum. Hún er ekkert farin að tala en notar hljóð sem við höfum kennt henni eins og "aaaaa" sem þýðir að hún vill faðma, en önnur hljóð sem ég hef reynt að kenna henni, hafa ekki náð vinsældum. Við erum að fara á námskeið, þar sem við fáum að læra hvernig við getum örvað málþroska og verður gaman að sjá hvernig það verður.  janna med bilnycklarna

Hún er mjög glöð og hamingjusöm eins og ég nefni áðan. Hún grætur ekki nema eitthvað sé að. Stundum á hún mjög erfitt með ógleði og uppköst og líður henni þá bölvanlega. Þetta kemur í köstum og kaldsvitnar hún þá, grætur og á mjög erfitt. Þetta stendur yfir í ca 30 mínútur, þá sofnar hún og vaknar svo aftur með bros á vör eins og aldrei hafi neitt komið uppá. Það er mjög þroskandi að umgangast svona flotta einstaklinga. Við vorum á skólaslitunum hennar Ylvu í vor. Flestir krakkarnir í bekknum hennar hafa hitt Jönnu, því Ylva er mjög stolt af litlu systur sinni. Foreldrarnir höfðu þó ekki hitt hana áður og kom til okkar bekkjabróðir Ylvu með mömmu sína í eftirdragi og sagði "mamma, mamma! sjáðu litla greyið, hún er bara með 9 putta." Ég varð dálítið hissa, því mér finnst sjálfri það vera lítið mál þó það vanti einn fingur. Ég ætlaði því að svara að það gerði nú ekkert til, bara ef hún mundi nú geta.....????? Geta hvað? Hvað er mikilvægast að hafa? Fulla heyrn, eða fulla sjón, geta hreyft sig eðlilega, talað, borðað eða vera vitsmunalega ófaltalaður? Ekki veit ég. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur og reyndi að gera mér grein fyrir hvað væri mikilvægast hér í lífinu. Eftir dálitla umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að ekkert af þessu væri mikilvægara en að vera hamingjusamur. Það er ekki spurning um hvernig maður hefur það, heldur hvernig maður tekur því. Ég vona því að hvaða færni sem hún Janna mín á eftir að ná í framtíðinni,  haldi hún þeirri færni sem hún þegar hefur, það er að vera hamingjusöm.

Janna och pappa sover


Svíar trúa á íslenskt gull

Í dag er gaman að vera íslendingur.

Frábær sigur á Spánverjum og slavnesku

dómurunum.gull

 Samkvæmt skoðanakönnun aftonbladsins,

halda 2/3 hlutar Svía að Ísland vinni leikinn á sunnudaginn og nái gullinu. FrábærtTounge 


Gaman að vera íslendingur í útlöndum núna!

Loksins getur maður verið pínu montinn. Það er orðið langt síðan von var á verðlaunapeningi í stórum keppnum. Eg skrapp til Íslands um daginn og ætlaði að ná mér í íslenskan landsliðsbol til að nota í ræktinni. Svíar eru búnir að ganga í sænskum bolum síðan heimsmeistarakeppnin var í fótbolta. Það gekk nú ekki vel að fá svona bol. Ekki til í íþróttabúðum og þegar ég kom í fríhöfnina, fann ég að vísu einn, en þar sem mér er illa við að láta ræna mig um hábjartan dag, tók ég ekki þátt í þeim viðskiptum. Ég hafði keypt fyrir karlinn minn í sænsku fríhöfninni bol fyrir 160 kr sænskar, svo ég var tilbúin til að borga ca 4000 íslenskar krónur fyrir svona bol. Ísland er jú lítið land og því eðlilegt að okur sé leyfilegt og allt það, en bolurinn í fríhöfnin kostaði næstum 8000 krónur. Eg sá lögreglumann labba þarna framhjá og datt í hug hvort ég ætti að tilkynna glæp, en lét það eiga sig, enda enginn að versla í búðinni og því engin fórnarlömb sýnileg. En hvað um það. Búin að sauma úr öðrum bolum alveg ágætis þjóðbúning í ræktina, svo það er bara að vona það besta á morgun

 

Áfram Ísland


mbl.is Ísland og Spánn á risaskjá í Vetrargarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar skammast sín ekki lengur!

Svíar voru mjög óhressir þegar íslendingar slógu þá út úr Ólimpukeppninni í handbolta. Ég sá bara síðustu mínútur leiksins, en karlinn minn skemmti sér konunglega og fannst íslendingar frábærir. Það fannst sænsku íþróttafréttariturunum líka og fannst svíar ekki þurfa að skammast sín fyrir að tapa fyrir íslendingum, íslendingar væru bara með mjög sterkt lið. Það var eins og fréttaritararnir væru íslendingar, svo greinilegt var með hverjum þeir héldu. Til hamingju Ísland!Wizard
mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfið er þegar til og kostar ekki neitt.

Einhver tíman las ég um svona töflu sem hefur engar aukaverkanir og kostar ekki neitt. Gallinn er að það tekur 12 mínútur að gleypa hana. Af sólahringsins 1440 mínútum ætti maður kannski að geta eytt 12 mínútum í svona tölu. Það er í raun ekki tafla, en hefur betri áhrif, en það er að hreyfa sig rækilega svo pulsinn haldist í ca 140 slögum á mínútu í 12 mínútur í einu. Hvað maður gerir er náttúrulega valfrjálst, hægt að sippa, hlaupa, djöflast með skúringartuskuna, nú eða eiga góða stund með hinum heittelskaða. Það fer náttúrulega eftir í hvernig formi maður er. Gallinn við þetta er sá að þeim mun betra form, þeim mun meiri hamagang þarf til að koma pulsinum upp, en örugglega skemmtilegra en að taka töflur.
mbl.is Líkamsrækt í töfluformi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viku útilega á hjóli.

Loksins er komið að því. Á morgun höldum við af stað í hjólreiðaferð ársins. Við ætlum að vísu ekki svo langt, bara um 250 km fram og til baka, en við munum búa í tjaldi, svo þetta verður örugglega spennandi. Það finnst alla vegu Ylvu 9 ára dóttur minni, sem hlakkar mikið til að sofa úti. Þetta verður náttúrulega alveg ný upplifun fyrir litlu Jönnu sem er bara tæplega 2 ára og alldrei farið í svona langt ferðalag, hvað þá á hjóli og sofa í tjaldi. Þó hún sé minnst er mestur farangur í kringum hana. Hún þarf að hafa með sér sondumat fyrir heila viku, sprautur, lyf, standspelkuna sína og bleyjur, fyrir utan regnhlífakerruna. En þetta fær allt pláss í vögnunum sem ég og Tommie drögum á eftir okkur. Við ætlum að hjóla frá Vänersborg til Skara sommarland, vera í skemmtigarðinum í 2 daga og hjóla í 6 daga. Við fórum í svona ferðalag fyrir 8 árum. Þá voru stóru stelpurnar mínar með, 8 og 9 ára og Ylva eins og Janna er núna. Það var skemmtilegasta sumarfrí sem við höfum farið í, svo tilhlökkunin er mikil. Laus við bæði sjónvarp, útvarp og tölvu, (ég kem örugglega til með að sakna þess síðasta), tökum með okkur spilastokk og bolta og svo verður gott að fá sér hvítvínsglas á kvöldin fyrir utan tjaldið. Spáin er góð, ca 20 stiga hiti og þurrt, svo það getur ekki verið betra.

Ennþá tveim stærðum yfir, en aldrei liðið eins vel!

Nú er ég búin að vera mjög dugleg í ræktinni síðan í mars og farin að sjá góðan árangur. Markmiðið er að vera í fínu formi þegar ég verð 50 ára. Með fínu formi, meina ég að ég get hlaupið eftir stætó án þess að standa á öndinni og gert það sem mig langar til. Ég hef ekki getað hlaupið síðan ég sprakk í víðavangshlaupinu fyrir 37 árum síðan, en í gærkvöldið ákvað ég að reyna aftur. Dró fram gömlu joggingskóna rétt eftir miðnætti, þegar ég vissi að ég mundi varla mæta nokkrum úti og tók með mér Twiggy tíkina mína og við hlupum af stað. Fyrst kom brekka niðurávið og gekk það fínt, en á leið upp fyrstu brekkuna, stoppaði Twiggy til að pissa og ég varð mjög fegin að fá afsökun til að stoppa líka. Síðan kom langur sléttur kafli og ég fann að ég réð ágætlega við þetta. Twiggý hlóp inní skóginn, fann sennilega eitthvað dýr að elta, en ég vissi að hún mundi koma aftur, því hún er meira myrkfælin en ég. Fyrr en varir vorum við komnar niðrá járnbrautastöð sem er 1,5 km frá heimili mínu. Mér fannst þetta góð byrjun því ég ætlaði líka að hlaupa heim svo ég snéri við. Ég hafði ekki hlaupið langt þegar ég tók eftir að ég var að hlaupa niður á við. Ég hafði sem sagt hlaupið upp halla án þess að taka eftir því. Við þetta elfdist ég og ákvað að mér skyldi takast að hlaupa alla leiðina heim og líka síðustu brekkuna upp. Það var mikið minna mál en ég hélt. Ég kom heim sveitt og brosandi og hafði tekist að hlaupa 3 km. það tók mig að vísu 25 mínútur, en ég er bara að keppa við sjálfa mig og var því sigurvegari kvöldsins

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband