Gaman að vera íslendingur í útlöndum núna!

Loksins getur maður verið pínu montinn. Það er orðið langt síðan von var á verðlaunapeningi í stórum keppnum. Eg skrapp til Íslands um daginn og ætlaði að ná mér í íslenskan landsliðsbol til að nota í ræktinni. Svíar eru búnir að ganga í sænskum bolum síðan heimsmeistarakeppnin var í fótbolta. Það gekk nú ekki vel að fá svona bol. Ekki til í íþróttabúðum og þegar ég kom í fríhöfnina, fann ég að vísu einn, en þar sem mér er illa við að láta ræna mig um hábjartan dag, tók ég ekki þátt í þeim viðskiptum. Ég hafði keypt fyrir karlinn minn í sænsku fríhöfninni bol fyrir 160 kr sænskar, svo ég var tilbúin til að borga ca 4000 íslenskar krónur fyrir svona bol. Ísland er jú lítið land og því eðlilegt að okur sé leyfilegt og allt það, en bolurinn í fríhöfnin kostaði næstum 8000 krónur. Eg sá lögreglumann labba þarna framhjá og datt í hug hvort ég ætti að tilkynna glæp, en lét það eiga sig, enda enginn að versla í búðinni og því engin fórnarlömb sýnileg. En hvað um það. Búin að sauma úr öðrum bolum alveg ágætis þjóðbúning í ræktina, svo það er bara að vona það besta á morgun

 

Áfram Ísland


mbl.is Ísland og Spánn á risaskjá í Vetrargarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvöru íþróttatreyjur kosta alltaf í kringum 8þús...

Yfirleitt líka í útlöndum 

Arnar (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Kemur mér ekki við, ég er ekki merkjaþræll!

Keypti bláa íþróttatreyju á tæpar 100skr. og saumaði á hana íslenska fánann. Gengur fínt að æfa í henni og ég er vel merkt.

Víst var leikurinn frábær í dag!!

Ásta Kristín Norrman, 22.8.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ólei ólei ólei ólei Silfrið öruggt og keppt um gull á ÓL

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband