Færsluflokkur: Bloggar

Er ekki hægt að koma honum í skrifstofuvinnu?

Rétt fyrir páska framdi 15 ára gömul stúlka í Svíðþjóð sjálfsmorð. Hún gerði það aðeins nokkrum klukkutímum áður en hún átti að vitna gegn manninum sem var ásakaður um að ítrekað hafa nauðgað henni síðastliðið ár. Hún var svo hrædd við hann að dauðinn var auðveldari en að þurfa að mæta honum aftur. Þar sem höfuðvitnið var ekki lengur á lífi, var málið lagt niður og enn einn nauðgarinn slapp við dóm. Þetta er hörmulegt mál og því miður ekki það eina.

 Það er mjög erfitt fyrir fórnarlömb nauðgara að vitna og oft upplifa þau réttarhöldin eins og aðra nauðgun. Þegar svo málið er lagt niður vegna skorts á sönnunargögnum, er ennþá erfiðaða að upplifa skömmina, bæði af nauðguninni og að vera ekki trúað. 

Ég hef ekki hugmynd um hvort séra Gunnar var sekur eða ekki. Hitt fer varla á milli mála að sóknarbörn hans upplifðu kynferðislega áreittni. Mér finnst þó að atvinnurekandi Gunnars, ætti að virða börnin það mikið að Gunnar fái starf þar sem ekki er hætta á að sóknarbörnin þurfi að upplifa kynferðislega áreittni aftur. Það hlýtur að vera hægt að finna vinnu fyrir hann þar sem hann hefur ekkert með börn að gera.  Trúarofstækishópar og kaþólksa kirkjan eru þekkt fyrir að hylma yfir með perrum. Ég hélt að íslenska þjóðkirkjan væri skárri.

 


mbl.is Gunnar tekur við 1. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vera íslendingur í útlöndum núna!

Loksins getur maður verið pínu montinn. Það er orðið langt síðan von var á verðlaunapeningi í stórum keppnum. Eg skrapp til Íslands um daginn og ætlaði að ná mér í íslenskan landsliðsbol til að nota í ræktinni. Svíar eru búnir að ganga í sænskum bolum síðan heimsmeistarakeppnin var í fótbolta. Það gekk nú ekki vel að fá svona bol. Ekki til í íþróttabúðum og þegar ég kom í fríhöfnina, fann ég að vísu einn, en þar sem mér er illa við að láta ræna mig um hábjartan dag, tók ég ekki þátt í þeim viðskiptum. Ég hafði keypt fyrir karlinn minn í sænsku fríhöfninni bol fyrir 160 kr sænskar, svo ég var tilbúin til að borga ca 4000 íslenskar krónur fyrir svona bol. Ísland er jú lítið land og því eðlilegt að okur sé leyfilegt og allt það, en bolurinn í fríhöfnin kostaði næstum 8000 krónur. Eg sá lögreglumann labba þarna framhjá og datt í hug hvort ég ætti að tilkynna glæp, en lét það eiga sig, enda enginn að versla í búðinni og því engin fórnarlömb sýnileg. En hvað um það. Búin að sauma úr öðrum bolum alveg ágætis þjóðbúning í ræktina, svo það er bara að vona það besta á morgun

 

Áfram Ísland


mbl.is Ísland og Spánn á risaskjá í Vetrargarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar skammast sín ekki lengur!

Svíar voru mjög óhressir þegar íslendingar slógu þá út úr Ólimpukeppninni í handbolta. Ég sá bara síðustu mínútur leiksins, en karlinn minn skemmti sér konunglega og fannst íslendingar frábærir. Það fannst sænsku íþróttafréttariturunum líka og fannst svíar ekki þurfa að skammast sín fyrir að tapa fyrir íslendingum, íslendingar væru bara með mjög sterkt lið. Það var eins og fréttaritararnir væru íslendingar, svo greinilegt var með hverjum þeir héldu. Til hamingju Ísland!Wizard
mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfið er þegar til og kostar ekki neitt.

Einhver tíman las ég um svona töflu sem hefur engar aukaverkanir og kostar ekki neitt. Gallinn er að það tekur 12 mínútur að gleypa hana. Af sólahringsins 1440 mínútum ætti maður kannski að geta eytt 12 mínútum í svona tölu. Það er í raun ekki tafla, en hefur betri áhrif, en það er að hreyfa sig rækilega svo pulsinn haldist í ca 140 slögum á mínútu í 12 mínútur í einu. Hvað maður gerir er náttúrulega valfrjálst, hægt að sippa, hlaupa, djöflast með skúringartuskuna, nú eða eiga góða stund með hinum heittelskaða. Það fer náttúrulega eftir í hvernig formi maður er. Gallinn við þetta er sá að þeim mun betra form, þeim mun meiri hamagang þarf til að koma pulsinum upp, en örugglega skemmtilegra en að taka töflur.
mbl.is Líkamsrækt í töfluformi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til kristinna ættingja frá trúlausri móður

 

Það hefur tekið mig tíma að átta mig á því hvers vegna það særir mig svo mikið að sum ykkar getið ekki virt rétt minn til að ala börnin mín upp í trúleysi. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því hve nátengd hugtökin ást og virðing eru sem ég gerði mér grein fyrir því. Það er næstum því ómögulegt að elska manneskju nema að virða hana. Hluti af því að virða manneskju er að virða skoðanir hennar og lífssýn. Nú er ég ekki að tala um að allir verði að vera sammála, heldur aðeins að virða rétt sinna nánustu til að vera ósammála.
 
Ég hef verið ásökuð um að vera með öfgar. Mínar skoðanir eru ekki skoðanir meirihluta landsmanna, en þær eru ekki öfgakenndari en svo að þær njóta verndar Íslensku stjórnarskrárinnar og alþjóða mannréttindalaga. Þær ganga ekki á rétt annarra, en þegar ég ræði þessa hluti, get ég orðið mjög áköf þar sem þær eru mikilvægar fyrir mig. Það sem ég fer framá er að fá að hafa þær. Eru allir öfgafullir, sem ekki fylgja meirihlutanum?
 
Þetta hefur ekkert að gera með hverrar trúar maður er, því að hellingur af trúuðu fólki stendur með okkur trúlausum í baráttu okkar. Ágætt dæmi um það er
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/389825/ blogg Ómars Ragnarssonar sem er kristinn, en virðir samt skoðanir þeirra sem ekki eru kristnir. Ekki frekar en að hommar krefjast þess að allir hetro gerist hommar, krefjast trúlausir þess að kristnir gerist trúlausir eða fatlaðir, að ófatlaðir setjist í hjólastól.  En siðgæði þjóðarinnar endurspeglast oft í hvernig réttindi minnihlutahópa eru virt í samfélaginu. 

Það er klárt að ef mínir nánustu geta ekki virt mín réttindi sem ég hef samkvæmt stjórnarskránni, þá tek ég það persónulega. Nákvæmlega sama og  sjúklingur tekur því persónulega ef fjölskyldan áfellist viðkomandi fyrir að vera ímyndunarveik  eða með aumingjaskap en ekki alvarlegan sjúkdóm.  


Ef þið teljið að einhver kennari sé betur til þess fallin að dæma um hvað sé barninu mínu fyrir bestu en ég sem móðir þess, tel ég það sem tákn um að þið teljir mig vanhæfa sem móðir. Þegar kom að því að skíra barnið mitt, urðum við foreldrarnir að taka afstöðu til trúmála. Okkur finnst kristið siðgæði ekki nógu gott til að notast við þegar kemur að uppeldi barna. Þess vegna bjuggum við til okkar eigin vinnureglur. Við skráðum þær á skjal með mynd af barninu og í votta viðurvist sem voru allir okkar vinir og ættingjar sem saman voru komnir til að fagna barninu með okkur. Hér er útdráttur úr loforði okkar:

Við skulum annast þig eins vel og við getum.

Þú skalt fá að prófa þig áfram eins og þú hefur þroska til. Þegar illa fer skulum við vera til staðar og hugga þig og hvetja og gleðjast með þér þegar vel gengur.

Við vonumst til að þú lærir að þú getur það sem þú vilt ef þú bara vilt það nógu sterkt.

Að þú verðir nógu sterk til að gera það sem þú veist að er rétt, jafnvel þó þú þurfir að sigla á móti straumnum.

Að þú lærir að virða sjálfa þig og aðra.

Við vonumst til að geta gefið þér góða byrjun á lífinu, svo að þú komir til með að geta séð um þig sjálf, en að við verðum samt alltaf til fyrir þig ef þú þarft á okkur að halda.  

Ég er ekki að segja að allir eigi að gera eins og við. Mér finnst bara okkar aðferð ekki verri en sú sem kirkjan bíður uppá. Ég er ekki að segja að allir foreldrar sem skíra börnin sín í kirkju séu ómeðvitaðir um sitt val, en margir eru það og ég held að foreldrar sem taka ábyrga afstöðu og kynni sér hlutina séu betur undir foreldrahlutverkið búnir hvort sem þeir eru kristnir, trúlausir eða eitthvað allt annað. Þegar við skírum börnin okkar til kristinnar trúar, lofum við að ala þau upp í kristinni trú. Þar er ekki gefin nein trygging fyrir því að skólakerfið annist það fyrir okkur, heldur er það á ábyrgð foreldranna. Það er líka markmið mitt að börnin mín séu samkvæm sjálfum sér. Ég kenni þeim það með  fordæmi mínu. Þess vegna fer ég líka framá að minn réttur til þess sé virtur.

Ef við lítum til baka á sögu mannkynsins, þá hafa flest mannréttindamál þurft baráttu. þetta er eitt af þeim og ég er sannfærð um að barnabörn okkar verða hissa þegar þau læra það í skólanum seinna að við höfðum ekki verið komin lengra en þetta árið 2007. Það að nenna ekki að kynna sér hlutina er ekki afsökun fyrir að styðja vitlausan málstað.

Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Jólin eru í mínum huga mikil fjölskylduhátíð og þess vegna vonast ég til að innan fjölskyldunnar rúmist mismunandi skoðanir.


Hvað þá Ísland?

Ég hef búið í Noregi og á 2 stelpur sem gengu þar í 1-5 bekk í grunnskóla. Aldrei voru þær settar í kirkju á skólatíma, aldrei þurftu þær að sitja undir sálmasöng í skólanum og aldrei þurftu þær að skera sig úr á nokkurn hátt þar sem þær eru trúlausar. Ég man ekki eftir að nokkurn tíman hafi verið ráðinn prestur eða djálkni í skólann til að sinna skólabörnum í vanda í stað fagfólks. Kannske er það bara vegna þess að norðmenn eru taldir nískir og tíma ekki að vera með svo dýrt starfsfólk í skólanu, en Íslendingar sem eiga aftur á móti svo mikið af peningum geta leyft sér það bruðl. Yngsta dóttir mín hefur aftur á móti gengið í íslenskan skóla frá 1-3 bekk og reynsla mín er sú að það mætti halda að grunnskólinn á Íslandi sé rekinn af þjóðkirkjunni.

í Noregi er til félagskapur sem er svipaður og Siðmennt á Íslandi, en fjárhagur þessara félaga er mjög ólíkur, því í Noregi fær félagið sóknargjöld meðlima sinna og það gerir þeim kleift að reka svona mál fyrir dómstólum. Félagsmenn í Siðmennt verða aftur á móti að borga auka skatt til Háskólans í stað þess að borga til Siðmenntar, sem er því í algjöru fjársvelti.

Það væri óskandi að Ísland þyrfti ekki að fá á sig fleiri dóma í mannréttindadómstólnum og löguðu það sem er greinilega brot á mannréttindum.


mbl.is Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kennari

Það er svo oft skrifað um lélega kennara, svo ég vil endilega nota tækifærið og skrifa jákvætt um einstakling í stéttinni núna þegar ég hef tækifæri til. Elísabet Þórðardóttir textílkennari í Lækjaskóla í Hafnarfirði er kennari með áhuga á starfinu sínu. Sandra dóttir mín sem var að klára 10. bekk í dag, hefur mikinn áhuga á fatahönnun eins og algengt er meðal jafnaldra hennar. Hún hefur líka gaman af að sauma og var svo heppin að fá Elísabetu sem kennara, sem leyfði henni að spreyta sig á eigin áhugaefnum, hjálpaði henni að útforma hugmyndir sínar svo henni tókst að hanna og sauma þennan fallega kjól sem Sandra fékk svo verðlaun fyrir á skólaslitunum. Kærar þakkir Elísabet.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ofsóknir á kristna?

Ég sá bloggfærslu þar sem kristnir kvarta undan að verða fyrir fordómum. Þar sem ekki er hægt að ræða þetta á þeirri síðu, opna ég fyrir umræður hér. Ég get ekki séð að það séu fordómar í garð kristna. Ég er náttúrulega ekki kristin og get ekki dæmt um það. Ég held þó að ef kristnir iðkuðu sína trú fyrir sjálf sig og hættu að þröngva henni uppá aðra, mundi almenningur verða mun jákvæðari í garð kristna. það er ekki trúin sjálf sem ég er á móti, heldur þegar fólk af ákveðinni trú getur vaðið yfir allt og alla og gert öðrum skaða saman ber http://astan.blog.is/blog/astan/entry/227324/ Mitt blogg er opið fyrir alla, svo komið gjarnan með rökstuðning.

Reyklaus – Trúlaus

Til hamingju Island. Loksins er runninn upp sá dagur þegar réttindi þeirra sem ekki vilja lifa í tóbaksreyk eru orðin hærri rétti reykingarmanna til að púa reyk yfir þá sem ekki reykja. Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir 20 árum, þegar kasóléttar mömmur sátu með öskubakkann á bumbunni og foreldrar púuðu sígarettu í framsætum bifreiða og það eina sem gat fengið þau til að taka tillit til barnanna afturí var ef svo óheppilega vildi til að börnin köstuðu upp yfir foreldrana. Mörgum finnst það jafnvel enn í dag algjör frekja að fara framá að fá að borða og skemmta sér í reykfríu umhverfi, en mikill árangur hefur náðst í dag þegar lög banna þennan ófögnuð á almanna færi.

Þetta gerir mig svo bjartsýna og glaða að ég fer ósjálfrátt að hugsa til þess að það verði kannski ekki sjálfsagt mál eftir nokkur ár að þjóðkirkjan fái að vaða yfir alla án tillits til þeirra sem hafa aðra trú eða lífssýn. Börn gætu gengið í skóla án trúarlegs áreitis. Forsetinn okkar og þingmennirnir, sem ekki tilheyra allir þjóðkirkjunni, þyrftu ekki að hlusta á guðþjónustu mörgu sinnum á ári. Sálfræðingur, geðhjúkrunarfræðingur eða aðrir sem hafa til þess menntun, standa öllum sjúklingum og aðstandendum til boða á sjúkrahúsum þegar áföll og erfiðleikar steðja að. Fólk þarf ekki að sitja auðum höndum heila rigningarhelgi vegna þess að hluti þjóðarinnar er að iðka trú sína. Hægt væri að flytja til frídaga svo þeir nytust fólki betur, til dæmis þá frídaga sem koma upp í miðri viku væri hægt að flytja til föstudags. Öll trúar og lífsskoðunarfélög verði jafn rétthá og almenningur sem ekki tilheyrir þjóðkirkjunni þarf ekki að sjá á eftir skattpeningum sínum í söfnuð sem þeir hafa ekkert að sækja til. Það væri ekki til nein þjóðkirkja, heldur gæti fólk haft sína söfnuði og rekið þá eins og hver önnur félög. Munum við Íslendingar einhvern tíman sjá einhvern af okkar afreksmönnum í íþróttum taka gull á ólympíuleikum væri kannski til þjóðsöngur sem allir gætu sungið, með gleði í hjarta.

Ég veit að þetta er fjarstætt, en var það ekki jafn fjarstætt fyrir 20 árum að við gætum farið á ball, fengið okkur í glas og dansað án þess að eiga á hættu að fá sígarettuglóð í andlitið.


Leyfið börnunum að koma til mín, en þvingið þau ekki!!

Fyrir nokkru rakst ég á bloggumræður sem mér fannst skemmtilegar. http://alit.blog.is/blog/alit/entry/211056/  Fylgjendur kristilegra sálgæslu í skólum ræddu þar við trúleysingja um hvort leyfa ætti þjóðkirkjunni að stunda sálgæslu í skólum landsins. Mörg stór orð féllu og voru trúleysingjar sakaðir um ofstæki. Þegar ég slæ orðinu ofstækisfullur upp í orðabók, sé ég að það þýðir; ”sá sem heldur ákaft fram einstrengilegri skoðun”. Það er í mínum huga sá sem heldur fram sínum skoðunum án þess að hlusta á rök annarra. Þar sem lokað var fyrir umræðurnar á blogginu, tek ég þær upp aftur hér á mínu bloggi, því velferð barna er mér mikið hjartans mál. Mér þætti því mjög vænt um að fá fram góðar rökræður, án ofstækis þar sem velferð barna er höfð að leiðarljósi en ekki þörf fyrir að stjórna öðrum. Ég dreg fram nokkur rök sem komu fram, bæði með og á móti kristinni sálgæslu í skólum og vonast ég til að það geti orðið skemmtilegar umræður. Meðal raka sem sett voru fram á móti kristilegri sálgæslu í skólum voru:

1. Hún leiðir til mismunar á börnum. Ef veitt er meiri þjónusta til vissra barna mun það koma niður á þjónustu til þerra sem ekki geta notfært sér hana.

2. Gæði þeirra þjónustu er ekki nægjanleg vegna þess að prestar og djáknar eru ekki eins vel hæfir til þessara starfa og sálfræðingar og félagsráðgjafar.

3.Þetta er óheyrilega dýr aðstoð sem hefur verið kostuð af almanna fé og meiri árangur næst með því að nota þessa fjármuni á annan hátt.

4.Þetta brýtur öll lög um trúfrelsi, þar sem þessi sálgæsla telst vera trúboð, sem er bönnuð í skólum.

5. Leiðir til vanlíðunar hjá börnum, þar sem settur er fókus á hvað skilur börn að í stað þess að fókusera á hvað þau eiga sameiginlegt. Getur þar af leiðandi stuðlað að einelti og meiri vanlíðunar.

Þau rök sem hafa komið frá þeim sem vilja trúarlega sálgæslu inní skólana eru:

1. Börnunum líður svo illa og það réttlætir að gripið sé til allra ráða.

Trúleysingjar spurðu þá hvort það væri réttlætanlegt að önnur trúfélög væru með sálgæslu í skólum, en því hefur ekki verið svarað.

2. Meirihluti íslendinga eru kristnir og það réttlætir að gengið sé á rétt minnihlutans.

 Í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna er mikið rætt um réttindi minnihlutahópa. Þeim þjóðum sem er umhugað um að teljast með siðuðum þjóðum, leggja sig fram við að gæta hagsmuna minnihlutahópa. Þar má nefna réttindabaráttu samkynhneigðra og ýmissa þjóðarbrota. Ef ekki væri rétt að gæta hagsmuna minnihluta hópa, hvað finnst ykkur þá um réttindi kristna í t.d. Íran? Vilja Íslendingar teljast með siðuðum þjóðum?

3. I löndum trúleysingja eru mannréttindi brotin og þar af leiðandi á að hindra að trúleysingjar nái fram sínum réttindum.

Þarna er verið að bera Island saman við einræðisríki, þar sem ákveðum skoðunum er þvingað uppá fólk og fólk getur lent í fangelsi og jafnvel verið drepið ef það gengst ekki við þeim. Þetta er nokkuð sem húmanistar fordæma. Þegar við berum saman lífskjör í mismunandi löndum, væri því kannski betra að við aðgreinum þá sem eru þvingaðir til trúleysis og þeirra sem eru það af fúsum og frjálsum vilja.

Ef við skoðum listann yfir þjóðir sem hafa mestu velmegun í heiminum (lífslengd, fjöldi les og skrifandi fullorðinna, menntun og tekjur) kemur í ljós að þau 5 lönd sem eru á toppinum eru einmitt þau lönd sem státa af flestum frjálsum trúleysingjum (Noregur, Svíþjóð Holland, Ástralía og Kanada). Af þeim 25 löndum sem liggja á toppi þessa lista eru aðeins Írland og USA sem hafa mjög fáa trúleysingja. Í þeim 50 löndum sem liggja á botninum eru aftur á móti varla til frjálsir trúleysingjar.

Ef við berum Bandaríkin, sem eru mjög kristin og hlutfall trúleysingja er mjög lágt(aðeins 3-7%), saman við önnur lýðræðis iðnaðarríki eins og Kanada, Japan og Evrópuríkin, kemur í ljós að USA hefur flesta morðingja, fátæka, erfiða offitusjúklinga, heimilislausa og er þar að auki eina landið sem heldur ennþá fast við dauðadóm. Það er líka eina landið sem ekki bíður sínu fólki uppá heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta ásamt fleiri áhugaverðum upplýsingum, kemur allt fram í skýrslum sem hægt er að finna í CIA World Factbook 2004 eða https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html

I SÞ World Social Situation Report 2003 kemur líka fram að af 40 fátækustu þjóðum heims voru öll löndin nema Víetnam mjög trúuð og með mjög fáa frjálsa trúleysingja. Þessi lönd eru einnig með flesta ólæsa íbúa jarðar. Jafnrétti er mest í löndum með flesta frjálsa trúlausa samkvæmt skýrslum frá SÞ Human Development Reports frá 2004 og staða minnihlutahópa eins og samkynhneigðra er einnig best þar. Það eina sem trúuðu löndin eiga vinninginn í er lág sjálfsmorðstíðni, en þar sem trúaðir telja það synd að stifta sig lífi, má ætla að sum dánarvottorðin séu fölsuð og tölurnar séu því í raun hærri í kristnu löndunum.

Hvernig stendur þá á því að fólk viðist hafa það betra án trúar. Velmegun er árangur stjórnafars, fjárhagslegra og félagslegra ákvarðanna. Ef þær eru teknar af skynsemi og með hag fólksins að leiðarljósi, eru meiri líkur til að þær leiði til velmegunar, en ef ákvarðanir eru teknar eftir hvað sé guði þóknanlegt( samanber baráttan gegn AIDS i kaþólskum löndum).

Guðstrúin getur verið traust og styrkur fyrir marga. Trúleysingjar eru ekki að berjast á móti guðstrú. Það sem við aftur á móti teljum mikilvægt er að kirkjan sé aðskilin, bæði frá stjórnmálum og uppeldisstofnunum og trúin sé einkamál hvers og eins og hún sé ræktuð á frítíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband