Lyfið er þegar til og kostar ekki neitt.

Einhver tíman las ég um svona töflu sem hefur engar aukaverkanir og kostar ekki neitt. Gallinn er að það tekur 12 mínútur að gleypa hana. Af sólahringsins 1440 mínútum ætti maður kannski að geta eytt 12 mínútum í svona tölu. Það er í raun ekki tafla, en hefur betri áhrif, en það er að hreyfa sig rækilega svo pulsinn haldist í ca 140 slögum á mínútu í 12 mínútur í einu. Hvað maður gerir er náttúrulega valfrjálst, hægt að sippa, hlaupa, djöflast með skúringartuskuna, nú eða eiga góða stund með hinum heittelskaða. Það fer náttúrulega eftir í hvernig formi maður er. Gallinn við þetta er sá að þeim mun betra form, þeim mun meiri hamagang þarf til að koma pulsinum upp, en örugglega skemmtilegra en að taka töflur.
mbl.is Líkamsrækt í töfluformi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ja hérna. Allt er nú reynt, svo ég segji nú ekki meira.

Má ég þá biðja um hreyfinguna, því hún léttir líka lundina.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 3.8.2008 kl. 14:57

2 identicon

Þetta er líka til að hjálpa fólki að rekovera eftir slys og fólk með vöðvasrýrnunarsjúkdóma.

Það búa ekki allir yfir þeim forréttindum að geta hreyft sig.

Inga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Það er náttúrulega ágætt ef það er notað fyrir fólk með vöðvarýrnunarsjúkdóma. Það er þó hægt að lesa útúr greininni að þeir reikna líka með fullfrísku fólk sem nennir ekki að hreyfa sig og íþróttarmönnum og þá er þetta náttúrulega farið að líkjast vitleysu.

Ásta Kristín Norrman, 7.8.2008 kl. 08:11

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Merkilegt, en myndi ekki vilja missa af áreynslunni.

Hlýjar kveðjur til þín Ásta mín. 

Kolbrún Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Getur maður skráð sig einhverstaðar til  að fá að vera tilraunadýr?

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.8.2008 kl. 15:23

6 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þú hefur ekkert að gera í svona tilraunarhóp Guðrún! Þú ert dugleg í ræktinni og missir af kikkinu sem það gefur ef þú ferð að éta pillur.

Kveðja til ykkar allra

Ásta Kristín Norrman, 21.8.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband