Hvað gerir okkur góð?

Kirkjan hefur löngum talið trúna á guð auka siðgæðiskennd okkar. Hræðslan við að lenda í helvíti og loforðið um paradís að þessu lífi loknu, á að halda okkur frá því að vera vond hvort við annað.  Við trúleysingjar höfum þá spurt, hvort trúaðir séu þá ekki eins og gangandi tímasprengjur, því ef þeir missa trúna, geta þeir farið að ráðast á hvorn annan og jafnvel drepa.

Þetta hefur náttúrulega verið rannsakað eins og allt annað og langar mig til að segja ykkur frá einni rannsókn sem ég las um í bæjarblaðinu hér í  Vänersborg

Hópur manna sem hafði það góð fjárráð að þeir höfðu í sig og á, voru látnir meta hamingju sína á skala 1 - 10. Síðan fékk þessi hópur aukin fjárráð og voru látin meta hamingju sína aftur á sama skala. Það kom í ljós að flestir voru jafn hamingjusamir eftir sem áður. Þó voru nokkrir sem höfðu aukið hamingju sína og kom í ljós að þeir höfðu notað peningana til að gleðja aðra. Það bendir til að gamla máltækið "Sælla er að gefa en að þiggja" standist ennþá. Fleiri rannsóknir sem gerðar hafa verið, gefa sömu niðurstöðu.

Samkvæmt Stefan Einhorn sem er formaður etikráðsins við Karolinska háskólann í Stockholmi,  örvast umbunarmiðstöðin í heilanum þegar við látum gott af okkur leiða. Það sama gerist þegar við njótum góðrar máltíðar eða stundum kynlíf.  Hæfileikinn til að njóta þess að láta gott af sér leiða, hefur þróast með mannkyninu, vegna þess að samvinna hefur verið svo nauðsynleg til að komast af.

Við þurfum sem sagt ekki að óróa okkur yfir að kristnir missi trúna og hætti að haga sér vel. Við höfum öll mjög frumstæða þörf fyrir að koma vel fram við hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðin svo mikil klisja hjá prestum og öðrum kristlingum að allt fari fjandans til ef við höldum okkur ekki við trúnna. Það sem ég held að þessir menn séu að gera er að passa upp á launaumslagið sitt, yfir 70 miljónir fara til skiptana í launagreiðslur til þessara presta um hver mánaðarmót, þeir eru með frá 550 þúsund á mánuði, 600-700 þúsund er ekki óalgengt + það að þeir eru í fríu húsnæði. Já hagsmunirnir eru miklir og þeir berjast eins og ljón við að viðhalda fáfræðinni til að passa upp á aurana sína.

Það er furðulegt að þessir menn skuli vera á svona miklu hærri launum en aðrar stéttir sem hægt væri að bera þá saman við eins og til dæmis sagnfræðinga eða mannfræðinga, ég efast um að margir í þeirra hópi fá svona laun um hver mánaðarmót. Og það ógeðslegaasta við þessi laun þeirra er að þeir taka síðan sér greiðslur fyrir athafnir sínar. Þeir taka sér fyrir skýrnir, sér fyrir giftingar, sér fyrir fermingar, sem er nú einskonar vertíð hjá þeim, og svo sér fyrir jarðarfarir. Svo boða þessir menn boðskap Jesús til okkar hinna, ég held að þeir ættu þá að fara eftir honum sjálfir og gefa eitthvað af þessum launum sínum. Sína okkur hinum gott fordæmi kristinnar trúar. Ég hef ekki orðið þess var að þessir menn standi í röðum fyrir utan mæðrastyrksnefnd og vilji gefa launin sín. Þeir eru kannski með fimmföld laun verkamanns, pælið í því. Og fyrir hvað?

Valsól (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband