Megrun er fitandi!!

Offita er algengasta og sennilegast hættulegasta heilbrigðisvandamálið í dag. Þrátt fyrir að offita kosti samfélagið gríðalega fjármuni og orsaki líðandi fyrir fjölda fólks, fær þessi hópur ekki þá faglegu hjálp sem hann ætti að fá. Sennilega er það vegna þess að fólk með offitu er mjög lítilsvirtur sjúklingahópur. Hellingur af fólki með mismundandi menntun og hæfni, hefur atvinnu af og þénar góðan pening á að gefa þeim sem þjást af þessum sjúkdómi, stórhættuleg ráð. Lítið sem ekkert eftirlit er á gæðum þeirra þjónustu sem er í boði. Heilbrigðisstofnanir á vegum ríkissins grípa ekki inn fyrr en í óefni er komið. Þrátt fyrir að heróinsjúklingur eigi hlutfallslega meiri möguleika á að ná bata en þeir sem þjást af offitu, er stuðningurinn og meðferðarúrræði mjög fáttækleg. Fólki er sagt að "breyta um lifnaðarhætti", sem þýðri yfirleitt að fólk á að borða ca 12-1500 hitaeiningar á dag og hreyfa sig meira. Að missa mörg kíló er verkefni sem tekur langan tíma. Þrátt fyrir að tæknin sé fyrir hendi og er ekki dýrari en að taka hjartalínurit, fær fólk allmennt ekki möguleika á að komast að því hvort það er á réttri leið eða ekki. Fólki er boðið uppá viktun, oftast einu sinni í viku og fær fínar uppskriftir af sveltfæði, en hvort það er að missa vöðva eða fitu, er enginn sem skiptir sér af. Oft er árangurinn sá að vöðvamassinn minnkar og gera þar af leiðandi líkamann betur í stakk búinn til að safna á sig ennþá meiri fitu.  

Ég er ein af þeim mörgu konum sem hafa lagt á sig nokkur kíló við að hætta að reykja, ganga með börn og fara eftir miður góðum leiðbeiningum. Ég hef reynt margar leiðir til að losna við þessi kíló, en hef bara orðið feitari við það. Ég hef yfirleitt tekið tarnir, fengið æfingarprógram og matarlista og samviskusamlega reynt að fylgja leiðbeiningunum. Ég hef náð af mér nokkrum kílóum, en gefist svo upp og farið á sælgætisfyllirí og hætt öllu. í haust ákvað ég að áður en ég yrði 50 ára, skyldi ég vera komin í kjörþyngd. Ég hafði 18 mánuði á mér og 15 kíló að ná af mér. Eg ákvað að vera bíllaus þar til markmiðinu væri náð. Ég keypti mér góða kerru sem ég gat sett aftaní hjólið og keypt inn og útrétt fyrir fjölskylduna. Ég hafði aðgang að bíl í vinnunni, en það voru ekki nema 5-10 kílómetrar sem ég þurfti að keyra á dag, svo ég ákvað að ganga í staðinn. Ég gekk því eða hjólaði í 2-3 tíma á dag. Samtímis keypti ég mér  inngöngu í aðhaldsklubb þar sem ég gat haldið dagbók og fylgst með hversu mörgum hitaeiningum ég brenndi og hvað ég borðaði  margar. Mér var ráðlagt að borða 1300 hitaeiningar og ekki bæta upp með mat ef ég hreyfði mig mikið. Maður hefði nú haldið að þetta væri leiðin til að ná árangir. Ég léttist um 4 kíló, en stoppaði þar.  Í vor voru aðstæður mínar þannig að ég gat notað meiri tíma fyrir sjálfa mig, svo þá ákvað ég að æfa af kappi og ná af mér síðustu 10 kílóunum. Ég byrjaði á æfingarstöðinni hérna í bænum, en þar er prógram fyrir þá sem vilja léttast. Þann 16. apríl fór ég svo í fitumælingu, fékk matarlista og æfingarprógram. Fitumælingin kom mér óþægilega á óvart. Þrátt fyrir að ég hafði verið svona aktiv í allan vetur, var ég með mjög lítinn vöðvamassa, eða 4 kílóum minna en var eðlilegt fyrir minn aldur og þyngd. Ég pældi ekki meira í því, heldur byrjaði á fullu. Ég borðaði 1 máltíð á dag og drakk svo próteindrykki með, samtals 1000 hitaeiningar á dag. Eg æfði mun meira en ég átti að gera, eða styrktaræfingar x3 í viku og þolæfingar á hverjum degi og brenndi að meðaltali ca 3000 hitaeiningum á viku á æfingarstöðinni.  Eftir tæpar 3 vikur fór ég svo í fitumælingu aftur. Ég hafði losnað við 1,5 kíló af fitu, en það sem verra var, 2,7 kíló af vöðvum voru horfin líka. Ég fékk sjokk. Ég var búin að lifa á mjög hollri fæði og æfa á fullu, en samt missti ég vöðva. Þá gerði ég mér grein fyrir hvers vegna ég var með minni vöðva en gengur og gerist áður en ég byrjaði á æfingarstöðinni. Eg hafði svelt burtu vöðvana og gert líkaman hæfari til að safna á sig fitu.  Og það var sennilega það sem ég hafði gert í öllum átakskúrunum sem ég hafði stundað í gegnum árin. Ég varð reið. Hvað á fólk sem veit ekki hvað það er að gera, með að selja mér ráðleggingar sem virka þveröfugt og eyðileggja um leið fjölskyldulífið. Vita þau ekki hvernig er að alast upp í fjölskyldu þar sem mamman er í sífellu átaki.   

Viktin fór á haugana því hún sagði mér í raun ekki neitt. Ég ákvað að borða það sem mig langaði í og hætta að telja hitaeiningar. Halda áfram æfingunum og mæla mig aftur eftir 4 vikur. Fyrstu dagana borðaði ég helling af sælgæti, en hætti fljótt á sælgætisfylliríinu. Það var auðveldara að hætta eftir einn súkkulaðibita þegar ég vissi að ég gat fengið mér aftur þegar ég vildi. Ég fór að baka með kvöldkaffinu og heimilislífið varð mun skemmtilegra. Ég fékk mér brauð með hnetusmjöri án þess að fá samviskubit. Í síðustu viku var svo komið að mælingu aftur og í fyrsta skiptið í þessari áratugalöngu baráttu, vissi ég að ég var á réttri leið. Ég hafði að vísu bara misst 0,6 kíló fitu, en bætt á mig 1,9 kíló vöðvum.  Nú ætla ég að halda áfram með æfingarnar eins og áður, reyna að borða hollari fæði en ég hef gert síðustu 4 vikur, en aldrei telja hiteiningar aftur.  Offita er mjög alvarlegur sjúkdómur. Fyrir utan fylgifiska eins og til dæmis sykursýki og hár blóðþrýstingur þá verður allt stoðkerfið fyrir miklu álagi.

Offita kostar samfélagið mikla fjármuni og sjúklingana mikið líðandi. Það er auðvelt að hugsa sér batahorfur sjúklings í kjörþyngd sem öklabrotnar  við batahorfur sjúklings með 50 kílóa yfrivikt með eins öklabrot. Það er mun erfiðara að ná árangri í baráttunni við þennan sjúkdóm, en við aðra ofneyslusjúkdóma, því mat verðum við öll að nota, en stuðningur við þennan hóp er skammalega lítill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur og þarfur pistill hjá þér :) Vil líka bæta því við að það er ekkert víst að sykursýki og hár blóðþrýstingur stafi af holdarfarinu - allt eins víst að það stafi af öllum þeim megrunum sem fólk fer í. Það er sífellt að koma betur og betur í ljós hversu skaðleg megrun í raun og veru er - og löngu sannað að hún virkar ekki. Að sama skapi er ekki heldur á hreinu að offita, sem svo er kölluð, sé þessi skaðræðisvaldur sem heilbrigðisgeirinn heldur fram. Þau sem lifa lengst skilst mér að séu í flokknum sem kallast ofþyngd... og þá vaknar spurningin af hverju talað er um of í því samhengi... Líka með offitu. Fólk er mismunandi frá náttúrunnar hendi og í raun er það fáránleg krafa að allir eigi að vera eins og tannstönglar því náttúran gerir ráð fyrir einhverju allt öðru, þ.e.a.s. frá náttúrunnar hendi erum við margbreytileg. Áherslan á þyngd er því kolröng og oft algjörlega óháð því sem er heilsusamlegt. Það er hollt að hreyfa sig og borða hollan mat - og borða nógan mat.  Holdarfarið er því algjörlega óviðkomandi.

katrin anna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég er að hluta til sammála þér Katrín! Það hefur ekki svo ég viti til verið rannsakað hvort sykursýki komi vegna endalausrar megrunar, en ég er viss um að það er ekki holt fyrir brisið að vera sífellt fyrir hungursneyð. Ég er aftur á móti sannfærð um að offita er ekki af hinu góða, en fólk sem þjáist af henni fær allt of litla og lítið markvissa hjálp.

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2008 kl. 10:44

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg er alveg sammála þér í því Katrín Anna að fólk á að vera mismunandi. Það er ekki markmið í sjálfum sér að vera grannur, heldur að líða vel. Þegar ég er að tala um offitu, er ég að tala um fólk sem er það feitt að það skaði heilsuna. Og það er þarna sem mér finnst að heilbrigðisyfirvöld mættu gera meira. Sérstaklega hvað varðar börn. Þakka þér fyrir innlitið Karin Anna.

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2008 kl. 10:58

4 identicon

Þá vaknar aftur upp spurningin um orsök og afleiðingu. Það er til heill hellingur af fólki sem flokkast í offituflokkinn en lifir samt heilbrigðu lífi, þ.e. hreyfir sig nóg og borðar hollan mat. Að ætla þessu fólki að léttast er á skjön við þeirra eðlilegu þyngd og setur það í raun í heilsufarshættu með því að vera sífellt að ýta þeim í megrun. Síðan er kannski einhver hópur fólks sem hreyfir sig ekki nóg og borðar of mikið af óhollum mat - þá er það vandamálið, ekki þyngdin, enda líka til fullt af grönnu fólki sem hreyfir sig ekki nóg og borðar óhollt. Vandamálið er að okkar samfélag telur sig geta sagt til um heilsufar fólks út frá holdarfari, en það er ekki réttur mælikvarði. Þess vegna ætti áherslan að vera á heilsu óháð holdarfari. Ef það næst þá sér líkaminn um rest - þ.e. að vera í þeirri þyngd sem honum er eðlilegt óháð manngerðum stuðlum sem taka margbreytileika ekki með inn í myndina. 

katrin anna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:04

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Við erum með BMI staðal sem er náttúrulega ekki fullkominn. Hann gefur samt nokkra mynd af hvort maður er of grannur eða of feitur. Ef ég tek mína lengd sem er 175 sm, þá á ég að vera milli 58-77 kíló. Þetta er nokkuð breytt bil, en það getur þó verið að manneskja sem hefur mjög stóra vöðva, geti verið þyngri án þess að vera offeit. Það er auðvelt að sjá með fitumælingu. Það er líka það sem ég meina með þessum pisli, að allir þeir sem upplifa vandamál vegna offitu, ættu að geta fengið markvissa hjálp, þar sem það fær fitumælingu reglulega, svo það sjái hvort það er á réttri leið eða ekki. Það er helvíti skítt að vera búinn að pína sig áfram í marga mánuði og sjá svo að árangurinn er bara minni vöðvar. Það eru jú vöðvarnir sem nota flestar hitaeiningar, svo þegar þeir hverfa, leggur maður bara ennþá meiri fitu á líkamann.

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2008 kl. 12:05

6 identicon

En hvernig er staðallinn tilkominn? BMI staðallinn er mannanna verk - afurð sem ég held að eigi eftir að vera útrýmt þegar fram líða stundir. Það er nefnilega þannig að náttúran er ekkert endilega sammála stuðlinum um að manneskjur sem eru 175 eigi að vera á bilinu 58-77 kíló. Getur verið að það eigi við um meirihlutann en alls ekki allar manneskjur og þar að auki getur náttúran ætlað sömu manneskjunni að vera í mismunandi þyngd eftir því á hvaða aldri hún er. Innbyggt í BMI stuðulinn eru fitufordómar - að mæla heilsu fólks út frá þyngd en ekki raunverulegu heilsufari. Sumu fólki er ætlað að vera feitt allt sitt líf, burtséð frá því hvað BMI stuðullinn segir. Það eru í raun fordómar gagnvart fólk sem hefur „feit“ gen að ætla að þvinga það til að passa inn í mælikvarða sem gerður er af mannfólkinu. Mun nær væri að mæla þol, blóðþrýsting, vöðvastyrk og fleira í þeim dúr heldur en þyngd eða fitustuðul, þ.e.a.s. ef fólk er harðákveðið í því að mæla.

Finnst færslan þín mjög flott innlegg í alla þessa fitufordómaumræðu enda er ansi margt sem er að koma í ljós í þessum málum sem vert er að fylgjast með - t.d. ansi merkilegt að fólki sé ennþá ráðlagt að fara í megrun þegar vitað er að hún er skaðleg fyrir heilsuna... Tek líka undir að stuðningur er of lítill - og vil reyndar ganga svo langt að segja að allur þessi offituáróður hefur þveröfug áhrif - þ.e. býr til óheilbrigt samband fólks við mat, enda skítt að eyða öllu lífinu í að telja hitaeiningar, eins og þú bendir á. 

Hér er síða sem þú gætir haft gaman af: http://junkfoodscience.blogspot.com/ og svo auðvitað þessi: http://likamsvirding.is/ - þar eru linkar yfir á aðrar síður líka.

katrin anna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góð skrif hjá ykkur stelpur, það er eitthvað meira en lítið skrýtið við hugsanaganginn hjá nútímamanneskjunni í sambandi við útlit og holdafar. Við erum fórnalömb eilífrar áreitni megrunariðnaðarins og það er bókstaflega aldrei friður konur á fimmtugsaldri eiga  að líta út einsog tvítugar stelpur annars eru þær heimskar og eiga á hættu að sæta lægri launum eða jafnvel atvinnumissi. Þess eru dæmi að bankar hafi "yngt" upp afgreiðslusali.

Ef við lítum á fjölmiðlana eins og glanstímaritin er sjaldgæft að finna "venjulega"vaxna konu á forsíðum, og í bíómyndum og framhaldsþáttum eru 25 ára gamlar leikkonur,  að leika mæður tvítugra unglinga. Svo erum við þessar konur á fimmtugsaldri á "bömmer" yfir líkama okkar

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:11

8 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þakka innlitið Guðrún! Já þetta er alveg rétt. Það er dugleg söngkona hér í Svíþjóð í góðum holdum, sem fær ekki að standa frammi, heldur syngur meira og minna heilu lögin á bakvið "betur vaxna" söngkonu sem dillar sér frammi á sviðinu og þykist syngja.

En það sem mér finnst verst er að offeitir fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa. Það eru mjög slæmar líkur á að maður nái að halda sér í kjörþyngd ef maður einu sinni hefur verið of feitur. Eg tala nú ekki um börn og táninga. Það er meira inni að vera með lystarstol og það er tekið meira alvarlega, þrátt fyrir að offita geti verið jafn hættuleg. Það eru mörg dæmi um feit börn og táninga sem ekki fá aðstoð og má ekki ræða vandamálið, af hræðslu við að þau fái lystarstol. Eg held þó að það sé meiri hætta að feitt barn fái varanleg mein vegna sykursýki og hreyfingarleysi en að þau fái lystarstol. Fyrir utan þau börn sem fá lystastol vegna þess að þau fá ekki faglega hjálp með offitu.

Það er hægt að veita meira markvissa aðstoð og mér finnst offeitir eigi að hafa rétt á þeirri aðstoð ef þeir kæra sig um, nákvæmlega eins og fólk með "fínni sjúkdóma" fær hjálp. Samfélagið mundi alldrei samþyggja að fólk með áhuga á heilsu væri með lystarstolssjúklinga í meðferð. Samfélagið krefst þess að fagaðilar sjái um slíka meðferð. Af hverju gildir ekki það sama um offeita. Þá er ég ekki að tala um skurðaðgerðir og ég veit að það er einhver meðferð í gangi á Reykjalundi, en markaðurinn er mun stærri en Reykjalundur annar.

Ásta Kristín Norrman, 13.6.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er rétt hjá þér, samfélagið er svo rosalega upptekið við það að reyna að fyrirbyggja lystarstol og lokar þá frekar augunum fyrir vandamálum offitu. það er eitthvað úrræðaleysi í gangi, þessi vandi er svo nýlega kominn í umræðuna og við vitum ekki almennilega hvernig á að höndla hann. Þetta minnir svolítið á stöðu geðsjúkdóma fyrir 20 árum.

Svo eru þarna miklir peningar í spilinu, og margir græða á því að selja offitusjúklingum lausnir á kostnað heilsu þeirra.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Helga Dóra

Vá, ég var löngu hætt að halda athyglinni með athyglisbrestinn minn, ætla að klára að lesa þetta í dag og skella inn bloggi hjá mér um þetta málefni... Ég er ein af þeim hef lést og þyngst um 40 klíló eins og jójó, hef reynslu af æfingum og Líkaminn fyrir lífið dæminu..... Ég er að ná þyngd í dag sem mig langar að vera í en á langt í land með að ná líkamlega heilbrigðinu sem mig langar í. Áralangar megranir og búlimía hafa gert það að verkum að ég er laaaannnnngt undir mælingum um eðlilegan vöðvamassa.... Hef verið 58 kg, er 166 cm á hæð en samt komið afar illa út í klípumælingum hjá þjálfurum..... Kílóin segja lítið sem ekkert....... En núna er þetta að verða pistill... Kannksi þið kíkið á mína sögu þegar ég er búin að pikka hana inn......

Helga Dóra, 15.6.2008 kl. 10:39

11 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Bíð spennt eftir sögunni þinni Helga Dóra

Ásta Kristín Norrman, 15.6.2008 kl. 11:06

12 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Frábær pistill. Ég er sammála flestu.

Vandinn þinn Ásta er alveg eins og þú segir, skortur á vöðvamassa, lítil fæða og endalaus brennsla hægir á efnaskiptum líkamans, m.a. með því að draga úr vöðvamassa. Líkaminn bregst við svona erfiðum aðstæðum rétt eins og fyrirtæki gera í dag, með niðurskurði! Eini munurinn er sá að líkaminn lætur dýrustu starfsmennina, vöðvafrumurnar flakka fyrst!

Ég mæli með því að þú einblínir á styrkæfingar 3x í viku, borðir það sem þér sýnist (forðist þó sælgæti eða sykur á kvöldin), og takir stöðuna eftir 6 mánuði. Þú þarft að gefa líkamanum nýjar forsendur: 1. Það er nóg af mat, og mun alltaf vera (fitusöfnun er óþörf), 2. Ég þarf að erfiða, meiri vöðvar gera lífið auðveldara, ekki erfiðara.

Gömlu forsendurnar: 1. Það er lítið af mat (ef ég fæ eitthvað auka, geymum það vegna harðindanna!), 2. Ég er alltaf brennandi, best að minnka vöðvana til að reyna að draga úr brennslunni (efnaskiptunum).

Einnig vil ég benda á að ég er algjörlega sammála því að henda vigtinni, frekar fara eftir því hvernig manni líður, líkamlega og andlega, en þessi kíló geta sveiflast upp og niður um hvippinn og hvappinn og hafa alls ekkert með vellíðan, heilsu eða útlitið að gera.

Gangi þér vel í framtíðinni, ég er viss um að þú getur lagað efnaskiptin þín :-)

Steinn E. Sigurðarson, 25.6.2008 kl. 18:15

13 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þakka þér Steinn, það er einmitt þetta sem ég er að gera. Mér finnst bara svo hart að fullt af fólki sem veit ekki hvað það er að gera, er að taka borgað fyrir að gefa fólki vitlaus ráð. Eg er búin að vera í aðhaldi og æfingum hjá, meðal annarra henni Báru og hef sennilega bara misst vöðva þar.

Ásta Kristín Norrman, 3.7.2008 kl. 16:39

14 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sæll Gunnar, það væri gaman að fá að lesa ritgerðina. E mailið mitt er astanorrman@hotmail.com

kveðja

Ásta Kristín Norrman, 3.7.2008 kl. 16:40

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikið er ég fegin að hafa ekki farið útí sveltið, en samt er brennslan ekki alveg nógu góð, þrátt fyrir klukkutíma íþrótta hreyfingu á dag.

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband