Humanistmi, kristni og kínverskur kommúnistmi. Hvað eiga þau sameiginlegt?

Það er kristinn bloggari hér á moggablogginu sem þrjóskast við að líkja húmanistma við kínverskan kommúnistma og trúleysi þar. Þessi sami bloggari lokar á alla sem eru annarra skoðunnar. Einhvern veginn finnst mér hún eiga heilmikið sameiginlegt með kommúnistmanum. Í Kína getur maður átt á hættu að lenda í fangelsi ef maður er annarra skoðunnar en stjórnvöld, en þessi tiltekni bloggari lokar að vísu bara á alla sem eru henni ósammála, en ef hún kæmist til valda, yrðum við sennilega sett í fangelsi.

Kommunistminn byggist upp á því að einstaklingurinn fórnar sér fyrir fjöldan, eða að þar er sett í forgang hvað kemur fjöldanum til góða, fram yfir hvað er einstaklingnum fyrir bestu. Þar er svo stjórn sem tekur ákvarðanir um hvað sé fjöldanum fyrir bestu, svo einstaklingurinn hefur ósköp lítið að segja.
Kristindómurinn er ósköp svipaður, nema þar getum við skipt út stjórnvöldum á móti guði. Guð veit hvað er kristnum fyrir bestu, eins og stjórnvöld í Kína vita hvað er kínverjum fyrir bestu.

Humanisten byggir aftur á móti á gerólíkum hugmyndum. Þar er frelsi haft að leiðarljósi og getur hver og einn tekið ákvörðun fyrir sig á meðan ekki er brotið á rétti annarra. Orð humanistans Voltaire lýsa því mjög vel, en hann sagði þessu frægu orð " mér líkar ekki skoðun þín, en ég er tilbúinn til að láta lífið í baráttunni fyrir rétti þínum til að tjá hana."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Hún er dálítið lokuð og hlustar bara á rök sem styðja hennar málstað. Eg held þó að einmitt fólk eins og hún séu bestu talsmenn humanista, því fólki ofbýður ofstækið og snýst gegn því. það kemur mér ekkert á óvart að þú sért bannaður. ég er það líka, eins og aðrir sem eru ekki sömu skoðunar. Hún getur þó ekki lokað á athugasemdir sem koma eftir hennar athugasemdir á annarra bloggsíðum, svo hún hjálpar okkur humanistum þar. Ég er löngu hætt að skoða hennar síðu. þar sem ég fæ ekki að tjá mig þar, verð ég bara pirruð á að lesa ruglið. Svara því ferkar þar sem hún getur ekki þaggað niðrí mér.

Ásta Kristín Norrman, 7.7.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Linda

Málefnalegar umræður er oftast af hinu góða.  Ef einum aðilanum finnst að að sér  sé vegið vegna skoðana sinna þá á þessi sami aðili fullann rétt á því að andmæla.  Ég veit að sumir fara ófögrum orðum  um viðkomandi vegna trúarafstöðu sem er sterk og er ekki haggað, þegar þessir aðilar eru sekir um slíkt,  hvaða rétt hafa þeir til þess að tjá sig um málefnið á bloggi viðkomandi.  Ef einhver kemur inn í hús mitt og sínir mér vanvirðingu þá er hinn sami ekki velkomin á mínu heimili aftur. 

Það er skammarlegt að baktala fólk svona á opnum vettvangi, fagmenn kalla þetta persónu nýð og stafrænt einelti. 

Linda, 7.7.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásta mín, athugum að það getur verið forsaga á bak við að Guðrún vilji ekki athugasemdir frá sumum, ég upplifi það hjá mér t.d. að það er oft ráðist á mig úr öllum áttum, meira að segja af bræðrum mínum í Kristi. Svoleiðis getur verið afar þreytandi og getur leitt útí vitleysu, ég hef margar bloggfærslur sem sanna það.

Guðrún er mannleg eins og ég og þú. Hún hefur sitt þolmark eins og aðrir, ég segi fyrir mig að ég ætla að fara eyða sumum frá mínu bloggi, ég kæri mig ekki lengur um að það sé snúið útúr öllu sem maður er að blogga um og enda í persónuárásum og öðrum leiðindum, þrátt fyrir að vera þekktur helsti andstæðingur ritskoðunar. Spurðu bara DokterE, hann hefur séð mig berjast fyrir málfrelsi víða !

En ef ég er kommúnisti fyrir vikið, kallaðu mig þá Jósef Stalín !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.7.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég er sammála þér í að það verður að sýna fólki virðingu þegar maður kemur með athugasemdir. Afturá móti má búast við viðbrögðum þegar farið er með ósannindi og öðru fólki er gert upp skoðanir. Ég held ég hafi komið með 2 athugasemdir á bloggið hennar, hvorug um trúmál og hvorug var dónaleg. Það þarf ekki að vera með óvirðingu, heldur er nóg að vera ósammála til að verða lokaður úti.

Bæði Jón Valur og Jens hafa komið með athugasemdir á mitt blogg og við höfum átt málefnalega umræðu þó við séum ósammála um hlutina. Eg er ekki að reyna að snúa neinum trúuðum til trúleysis, en mér finnst að hægt se að virða skoðanir annara sem jafn réttháar. Þau rök að meirihlutinn sé ósammála mér og þess vegna eiga mínar skoðanir ekki rétt á sér, finnst mér ekki nógu sterk.

Gefur maður sig út í umræður á opinberum vettvangi, má búast við að fá svör, þó svo að maður loki sinni síðu fyrir öllum sem eru ósammála. Það er hreinlega ekki nógu mikil vörn að loka á fólk.

Ásta Kristín Norrman, 7.7.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt er það Ásta, en það verður samt að taka tillit til þess að menn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Þú sem humanisti ættir að vita það. Þótt hún sé á opinberum vettvangi þá þýðir það ekki að hún sé ekki með tilfinningar.

Að þessu athuguðu, þá bendi ég á að menn eins Björn Ingi og fleiri pólítíkusar leyfa einfaldlega ekki komment á sínum bloggum, eru þeir þá kommúnistar? Þeir vita mætavel hvað mætir þeim ef þeir opna fyrir umræðu, þess vegna er frelsið dýrmætt og stundum verður að halda rétt á spöðunum til þess að ekkert fari úr böndunum. Annars er frelsið einskinsvert.
Guð blessi þig Ásta mín!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 00:18

6 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sæll Guðsteinn og velkominn í hópinn! Sem betur fer erum við misjöfn og væri mannlífið ansi leiðinlegt ef allir væru eins. Eins og ég sagði áður átti ég 2 athugasemdir á síðu Guðrúnar. Það er búið að taka þær út og ég man bara að önnur fjallað um P-pilluna og blóðtappa en hin var um eitthvað annað, þó ekki trúmál. Ég er þó viss um að þær voru ekki dónalegar. Ég hef átt samræður við marga hér á blogginu, bæði þá sem eru mér sammála og eins hina sem eru það ekki og eg hef aldrei verið ásökuð um að vera dónaleg.

Ef það er dónaskapur að bendla einhverjum við kommúnistma í Kína, þá má Guðrún alveg taka það til sín, því hún hefur verið ötul við að bendla trúlausum við hann. Eg hef margoft rætt um muninn á þeim sem eru trúlausir af eigin ákvörðun og svo þeirra sem eru það vegna ófrelsis, en hún þrjóskast við að leggja það að jöfnu. Allir þeir sem hafa lesið eitthvað um humanistma vita að hann á ekkert sameiginlegt með kommúnistmanum.

Það að opinberar skýrslur sem eru jafnvel unnar af bandaríkjamönnum og aðrar af Sameinuðu Þjóðunum sýni að velmegun er mest þar sem frjálst trúleysi er algengast, það fer fyrir brjóstið á henni og þess vegna velur hún að taka kommúnistalöndin með í hóp trúlausra. Þar er hún að hagræða svo það passi betur við hennar málstað. Að hún gerir það, kallar á viðbrögð. Leyfir hún þau ekki á eigin síðu, koma þau fram annars staðar. Það er alveg rétt að Guðrún er tilfinningavera, en ég get alveg játað það að það fer fyrir brjóstið á mér að vera líkt við kínakommúnista svo Guðrún er ekkert ein um að hafa tilfinningar. Ef hún vill að fólk komi fram við hana af virðingu, verður hún að byrja á að sýna öðrum virðingu. Vill hún að fólk taki tillit til hennar tilfinninga, er best að hún geri það einnig sjálf. Hafa málefnalegar umræður og hætta að taka hlutina úr samhengi og hagræða sannleikanum svo hann passi hennar málstað.

Ásta Kristín Norrman, 8.7.2007 kl. 09:43

7 identicon

Sko mínar athugasemdir voru teknar út um leið... hún var að atast út í einhvern jóga gaur, hvað þetta væri nú mikil vitleysa... ég sagði bara að það sem virkaði fyrir einn þyrfti ekki að virka fyrir aðra... BANG eytt og ég bannaður
Er þetta eitthvað vit, nei alls ekki.
Þetta er allt annars eðlis en blogg stjórnmálamanna, ekki sambærilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 10:34

8 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég hef almennt þá reglu að eyða ekki kommentum af mínu bloggi.  Ég lít á bloggið mitt sem fjölmiðil og vettvang fyrir frjáls skoðanaskipti.  Ég ber virðingu fyrir skoðunum þeirra sem eru mér ósammála en áskil mér rétt til að svara þeim ef mér finnst það eiga við.

Hitt er annað mál að ef rógur og illmælgi koma fyrir í kommentum, hef ég áskilið mér rétt til að eyða viðkomandi kommenti.  Ég lít svo á að slíkt felist í ábyrgð minni sem umsjónarmaður bloggsíðunnar.  Til þessa hefur þó ekki komið ennþá. 

Sumir trúa því að Móse hafi verið hinn eini sanni spámaður Guðs og t.d. bíða margir strangtrúaðir Gyðingar enn eftir Messíasi sem Móse boðaði að mundi koma til mannkynsins.  Þá eru aðrir sem telja að Kristur hafi verið þessi Messías og til viðbótar að hann hafi verið sjálfur Guð og enginn sem síðar hefur komið hafi áþekka stöðu og hann.  Enn aðrir trúa að Múhameð hafi komið á eftir Kristi og sé jafnsettur honum og öðrum spámönnum Guðs.  Enn aðrir, og ég þeirra á meðal, trúi á samfellda boðun spámanna Guðs og að hinn nýjasti sé Bahaullah sem hafi komið til að uppfylla og bæta við boðun fyrri spámanna, t.d. Múhameðs og Krists.  Ég get hins vegar skilið og borið virðingu fyrir þeim sem trúa ekki því sama og ég.  Ég ber einnig virðingu fyrir og skil þá sem trúa alls ekki á Guð.  Ég sé einfaldlega ekki neina ástæðu til deilna og sundurlyndis vegna þess að skilningur fólks á vilja Guðs er misjafn.  Þessi mismunandi skilningur stafar einfaldlega af því að túlkendurnir, þ.e. mennirnir sem túlka, eru menn og haldnir mannlegum annmörkum.  Illska og annarlegar hvatir ráða þar ekki för. 

Eiginlega dáist ég mest að þeim sem trúa ekki á Guð.  Ég held að trú þeirra sé mest.  Þeir trúa því að allur heimurinn, í sínum endalausa fjölbreytileika sé til komin fyrir tilviljun eina. 

Hreiðar Eiríksson, 8.7.2007 kl. 11:38

9 identicon

Ok eyddu fyrstu athugasemd minni Ásta mín...

Persónan á bágt, hún er svo treg og loðuð að það getur ekki talist normal. Hún fattar ekki að hún er trúarkommónisti, þarf ég að segja frá því að mér er bannað að setja athugasemdir á trúarkommónistabloggi hennar.

There you go, no name :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:18

10 identicon

Langar að bæta við að mér finnst tvískinnungur fólgin í því að það sé í lagi að úthrópa heilu þjóðfélagshópana alveg til fjandans en það má ekki segja eitt né neitt um aðilan sem gerir slíkt og þá sér í lagi ef sá aðili er trúaður.

It's a weird world.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 13:23

11 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg er nú búin að fara yfir bloggsíðuna mína og leita að einhverju sem gæti mögulega túlkast sem níður og tekið burtu eina færslu þar sem persóna er nefn á nafn. Að vísu var sú athugasemd nokkuð saklaus miðað við orðalag sem viðkomandi notar á sinni síðu, en ég vil gjarnan halda síðunni minni hreinni frá blammeringum. Mér skilst það sé ekki svo óalgengt að kristnir bloggarar loki síðum sínum fyrir þeim sem eru ósammála, þannig að þessar athugasemdir ættu þá ekki að vera persónulegar.

Ásta Kristín Norrman, 8.7.2007 kl. 13:40

12 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sæll Hreiðar og velkominn á síðuna. Ég verð nú að viðurkenna að ég er svo illa að mér í trúmálum að ég hef ekki hugmynd um hver Bahaullah er.

Eg las einu sinni sögu um mann sem var úti fiska í gegnum vök á stöðuvatni í Svíþjóð. Kona nokkur stóð á veröndinni og horfði með kíki yfir vatnið og sér þegar maðurinn fellur niður í vökina. Hún hringir strax í neyðarnúmerið og þyrla sem var stödd í grendinni, var send af stað og bjargaði manninnum. Maðurinn var náttúrulega spurður hverju hann þakkaði björgunina. Hann sagði að tölfræðilega hafi hann ekki átt mikla möguleika, flestir hefðu dáið og flestir deyi við þessar aðstæður, en það væri ekkert skrítið við það' að einhver bjargist inná milli, því það er ekki 100% öruggt að maður deyi þó maður detti niður um vök og sé einn á ferð. Hann þakkaði því þetta snöggum viðbrögðum konunnar með kíkin og björgunarþyrluáhafnar. Hann sagðist ekki skilja hvers vegna fólk þakkaði guði við þessar aðstæður. hvers vegna að bjarga gömlum trúlausum karli sem hvort eð er, er alveg að fara að drepast, þegar hann gæti bjargað litlu barni sem deyr í jarðskjálfta eða stríði. Guð væri svo vondur að eina afsökuninn sem hann hafði fyrir sínum illvirkjum væri að hann væri ekki til.

Ég er alveg sammála gamla manninum. Við ráðum miklu sjálf, en restin er tilvijunum háð.

Aftur á móti veit ég að ekki eru allir mér sammála um þetta. Mér finnst þetta líklegast skýringin, mun líklegri en að það sé eitthvað yfirnáttúrulegt afl sem stjórni þessu af sínum hentugleika. Ég er náttúrulega ekki alvitur frekar en aðrir og virði ég aðrar skoðanir. Mér finnst bara að mín sé jafnrétthá.

Ásta Kristín Norrman, 8.7.2007 kl. 14:35

13 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég er sammála þessu, þ.e. að þín trú er sannarlega jafnrétthá og trú allra annarra.  Sumir trúa því að Guð sé til og hafa ekki fyrir því neinar "sannanir" sem vísindin taka gildar.  Aðrir trúa því að Guð sé ekki til en hafa heldur ekki fyrir því neinar vísindalegar sannanir.  Ég tel þessi sjónarmið jafngild og jafnvirðingarverð.  Ég hef orðið vitni að því að fólk, sem segist trúað og segist fylgja t.d. Jesú Kristi, hegða sér á svo fyrirlitlegan og óguðlegan hátt að það orð fá vart lýst.  Á hinn bóginn hef ég séð fólk, sem segist ekki trúa á Guð, koma fram af kærleika og vinarþeli.  Sé til Guð (sem ég nota bene trúi) þá er ég viss um að honum hugnast frekar kærleiksverk vantrúaðra heldur en illskuverk þeirra sem játast hafa honum, hvort sem það er í gegnum Krist eða Múhameð.

Það eru fyrst og fremst athafnir mannanna sem skipta máli, ekki hvort þeir í orði gera tilbeiðslu til þessa eða hins.  Þess vegna er sannfæring trúleysingjans jafnrétthá sannfæringu þess sem trúir.  Sannfæring allra á skilið sömu virðingu.

Hreiðar Eiríksson, 8.7.2007 kl. 21:00

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir fínan pistil Ásta. Ég þarf að athuga hvort það er búið að taka út athugasemdirnar mínar hjá sumum bloggurum  Skil ekki samlíkingu á húmanistum og kommúnistum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband