7.7.2007 | 01:43
Hvað þá Ísland?
Ég hef búið í Noregi og á 2 stelpur sem gengu þar í 1-5 bekk í grunnskóla. Aldrei voru þær settar í kirkju á skólatíma, aldrei þurftu þær að sitja undir sálmasöng í skólanum og aldrei þurftu þær að skera sig úr á nokkurn hátt þar sem þær eru trúlausar. Ég man ekki eftir að nokkurn tíman hafi verið ráðinn prestur eða djálkni í skólann til að sinna skólabörnum í vanda í stað fagfólks. Kannske er það bara vegna þess að norðmenn eru taldir nískir og tíma ekki að vera með svo dýrt starfsfólk í skólanu, en Íslendingar sem eiga aftur á móti svo mikið af peningum geta leyft sér það bruðl. Yngsta dóttir mín hefur aftur á móti gengið í íslenskan skóla frá 1-3 bekk og reynsla mín er sú að það mætti halda að grunnskólinn á Íslandi sé rekinn af þjóðkirkjunni.
í Noregi er til félagskapur sem er svipaður og Siðmennt á Íslandi, en fjárhagur þessara félaga er mjög ólíkur, því í Noregi fær félagið sóknargjöld meðlima sinna og það gerir þeim kleift að reka svona mál fyrir dómstólum. Félagsmenn í Siðmennt verða aftur á móti að borga auka skatt til Háskólans í stað þess að borga til Siðmenntar, sem er því í algjöru fjársvelti.
Það væri óskandi að Ísland þyrfti ekki að fá á sig fleiri dóma í mannréttindadómstólnum og löguðu það sem er greinilega brot á mannréttindum.
Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.