Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
1.10.2008 | 19:19
Hvað gerir okkur góð?
Kirkjan hefur löngum talið trúna á guð auka siðgæðiskennd okkar. Hræðslan við að lenda í helvíti og loforðið um paradís að þessu lífi loknu, á að halda okkur frá því að vera vond hvort við annað. Við trúleysingjar höfum þá spurt, hvort trúaðir séu þá ekki eins og gangandi tímasprengjur, því ef þeir missa trúna, geta þeir farið að ráðast á hvorn annan og jafnvel drepa.
Þetta hefur náttúrulega verið rannsakað eins og allt annað og langar mig til að segja ykkur frá einni rannsókn sem ég las um í bæjarblaðinu hér í Vänersborg
Hópur manna sem hafði það góð fjárráð að þeir höfðu í sig og á, voru látnir meta hamingju sína á skala 1 - 10. Síðan fékk þessi hópur aukin fjárráð og voru látin meta hamingju sína aftur á sama skala. Það kom í ljós að flestir voru jafn hamingjusamir eftir sem áður. Þó voru nokkrir sem höfðu aukið hamingju sína og kom í ljós að þeir höfðu notað peningana til að gleðja aðra. Það bendir til að gamla máltækið "Sælla er að gefa en að þiggja" standist ennþá. Fleiri rannsóknir sem gerðar hafa verið, gefa sömu niðurstöðu.
Samkvæmt Stefan Einhorn sem er formaður etikráðsins við Karolinska háskólann í Stockholmi, örvast umbunarmiðstöðin í heilanum þegar við látum gott af okkur leiða. Það sama gerist þegar við njótum góðrar máltíðar eða stundum kynlíf. Hæfileikinn til að njóta þess að láta gott af sér leiða, hefur þróast með mannkyninu, vegna þess að samvinna hefur verið svo nauðsynleg til að komast af.
Við þurfum sem sagt ekki að óróa okkur yfir að kristnir missi trúna og hætti að haga sér vel. Við höfum öll mjög frumstæða þörf fyrir að koma vel fram við hvort annað.
13.9.2008 | 08:57
Klukkuð
Svanur var að klukka mig, svo nú verð ég að skrifta (kem sennilega ekki nær því)
Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina
Handlangari í múrverki. Sumarvinna frábært að lostna úr frystihúsinu.
Blóðsuga á þjóðvegum. Vann með lögreglunni í Uddevalla við að taka blóðsýni úr ökumönnum sem voru grunaðir um ölvunarakstur.
Verkefnastjóri fyrir þjónustu við fjölfötluð börn, í litlu bæjarfélagi í Noregi.
Rannsóknarvinna. Gera próf á Alzheimersjúklingum, til að meta virkni Aricep á fólk með langt genginn Alzheimersjúkdóm
Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á
Zozo, frábær mynd um innflytjendastrák frá Libanon. http://www.norden.org/webb/news/news.asp?id=6391&lang=1
Shirley Valentine, 40+ húsmóðir sem á að baki ónotað líf og gerir eitthvað í því.
Grease 1 ég elska dansmyndir
Tomten är far till alla barnen. Sænsk gamanmynd eins og þær gerast bestar.
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Flateyri
Reykjavík
Nes í Noregi
Vänersborg Svíþjóð
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar. Horfi lítið á sjónvarp.
Sex in the City. Einn af fáum þáttum sem segir mér ekki hvenær ég á að hlægja
So you think you can dance
Lets dance (ég elska dans)
Spaugstofan
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Færeyjar
Frönsku alparnir (eftirminnileg ferð þar sem við villtumst uppí 2500 m hæð, næstum bensínlaus.)
Cuba
Tallin
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg ekki daglega, en oft.
mbl.is
aftonbladet.se
Humanisterna.se
Ica.se fullt af skemmtilegum spilum ef maður þarf að drepa tíma.
Fernt sem ég held upp á matarkyns
Saltkjöt og baunir
Curry kjúklingur með hrísgrjónum
Fiskisúpa a la Tommie
Graflax
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
Harry Potte bestu barnabækur sem hafa verið skrifaðar. Lesið fyrir allar mínar stelpur og sjálfa mig líka.
Tro och Vetande, Christer Sturemark
Medicinen och det mänskliga, Carl-Magnus Stolt
Våga vara förälder, Alf B Svensson
Fjórir bloggarar sem ég klukka
gfi Gunnar Friðrik, johannbj Jóhann Björnsson, toshiki Toshiki Toma, DoctorE
Það er kristinn bloggari hér á moggablogginu sem þrjóskast við að líkja húmanistma við kínverskan kommúnistma og trúleysi þar. Þessi sami bloggari lokar á alla sem eru annarra skoðunnar. Einhvern veginn finnst mér hún eiga heilmikið sameiginlegt með kommúnistmanum. Í Kína getur maður átt á hættu að lenda í fangelsi ef maður er annarra skoðunnar en stjórnvöld, en þessi tiltekni bloggari lokar að vísu bara á alla sem eru henni ósammála, en ef hún kæmist til valda, yrðum við sennilega sett í fangelsi.
Kommunistminn byggist upp á því að einstaklingurinn fórnar sér fyrir fjöldan, eða að þar er sett í forgang hvað kemur fjöldanum til góða, fram yfir hvað er einstaklingnum fyrir bestu. Þar er svo stjórn sem tekur ákvarðanir um hvað sé fjöldanum fyrir bestu, svo einstaklingurinn hefur ósköp lítið að segja.
Kristindómurinn er ósköp svipaður, nema þar getum við skipt út stjórnvöldum á móti guði. Guð veit hvað er kristnum fyrir bestu, eins og stjórnvöld í Kína vita hvað er kínverjum fyrir bestu.
Humanisten byggir aftur á móti á gerólíkum hugmyndum. Þar er frelsi haft að leiðarljósi og getur hver og einn tekið ákvörðun fyrir sig á meðan ekki er brotið á rétti annarra. Orð humanistans Voltaire lýsa því mjög vel, en hann sagði þessu frægu orð " mér líkar ekki skoðun þín, en ég er tilbúinn til að láta lífið í baráttunni fyrir rétti þínum til að tjá hana."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.6.2007 | 16:58
Ofsóknir á kristna?
Trúmál og siðferði | Breytt 8.6.2007 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)