Ýta fjölmiðlar undir útlendingahatur?

Undanfarnar vikur hefur verið rætt um það í blöðunum, hversu illa útlendingar haga sér á Íslandi. Fyrir nokkrum vikum var stór grein í Morgunblaðinu með fyrirsögninni " Útlendingar fjölmennari í 4 afbrotaflokkum af 6" og nú síðast var skýrsla um að þeir keyri oftar fullir en aðrir ökumenn.  Í litla textanum í moggagreininni, kom fram að yfirleitt séu útlendingar ekki algengari afbrotamenn, en á árunum 2003-2005 hafi þeir verið það. Þar kom einnig fram að á þeim árum var Kárahnjúkavirkjun að komast af stað og mikið hafi verið um útlenda mótmælendur sem voru með læti uppi við virkjun. Þeir erlendu faraldsverkamenn sem hér eru, eru yfirleitt einstæðir menn á aldrinum 20-35 ára, sem er einnig sá hópur íslendinga sem fremja flest afbrot hér á landi. Í greininni var velt fyrir sér hvernig þetta væri á hinum Norðurlöndunum og kom þá í ljós að þar er bannað að gera svona úrtektir. Íslendingunum fannst  aftur á móti algjörlega úti hött að loka augunum fyrir vandamálinu. 

Eru Norðurlandaþjóðirnar að loka augunum fyrir vandamálinu, eða gera þær sér grein fyrir því að 30 ára norðurlandabúi á meira sameiginlegt með 30 ára Pólverja en hann á með ömmu sinni á elliheimilinu?  Er það til nokkurs annars en að skapa meira útlendingahatur að draga fram þessar upplýsingar. Það kemur ekkert fram hvort það séu útlendir mótmælendur, ferðamenn eða nýbúar á Íslandi, sem eru að framkvæma þessa glæpi. Samt er rætt við útlendingastofu til að finna orsökina.

Þetta minnir mikið á upplýsingar um hverjir fengu lungnabólgu í London á 19. öld. Þar kom fram að karlmenn með pípuhatta fengu síður lungnabólgu en aðrir karlmenn. Það var þó ekki  pípuhatturinn sem kom í veg fyrir lungabólguna, heldur voru þeir með pípuhatta yfirleitt efnameiri og bjuggu við betri aðstæður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það er eins og margir íslendingar vilji láta útlendingana vinna störfin hérna en samt ekkert vita af þeim þ.e. þeir eiga bara að hafa sig hæga á milli vakta. Þegar komið er fram með svona yfirlýsingar og umfjallanir í fjölmiðlum verður að fara nákvæmilega í það hvað liggur á bak við. Ekki henda bara fram einhverjum tölum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Það var farið nákvæmlega í það í moggagreininni, en ég þekki engan sem las annað en fyrirsögnina. Þá situr fólk uppi með vitneskjuna um að útlendingar brjóti meira af sér, sem er bara rugl.

Ásta Kristín Norrman, 17.6.2007 kl. 07:45

3 identicon

Já þetta er ferlega boring og einnig það að ef útlendingur brýtur eitthvað af sér þá er það margfalt alvarlegra en ef íslendingur gerir það sama...
Ég á marga útlenda vini hér á klakanum og allt alveg topp lið sem margir íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 09:35

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ætla að skoða þess moggagrein, hef ekki séð hana. Fjölmiðlar þurfa kannski að spá í hvernig þeir slá upp greinum um svona mál ef út í það er farið.

Annars........Gleðilegan þjóðhátíðardag

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:13

5 identicon

Hmm var ekki færsla hér þar sem einhver sem sagðist vera rasisti talaði um að pólverjar væru mikið teknir... mér finnst reyndar soldið spúkí ef þeir ná svona hátt á lista miðað við fjölda þeirra hér og má spyrja hvort löggan targeti útlendinga eitthvað frekar en íslendinga í svona.... fletta upp númeri bíls og ef þeir sjá útlending skráðan fyrir bíl þá sé hann frekar stöðvaður....

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 18:54

6 identicon

Sorry þetta var á blogginu hans thosiki...

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband