Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Heimsýn út frá trúarbrögðum. Umræða opin öllum.

Velmegun er árangur stjórnafars, fjárhagslegra og félagslegra ákvarðanna. Ef þær eru teknar af skynsemi og með hag fólksins að leiðarljósi, eru meiri líkur til að þær leiði til velmegunar, en ef ákvarðanir eru teknar eftir hvað sé guði þóknanlegt( samanber baráttan gegn AIDS i kaþólskum löndum).


Það er athyglisvert að sjá hvernig fólk hefur það í löndum þar sem trúleysi er hve algengast. þá er ég að tala um þau lönd þar sem fólk er trúlaust af fúsum og frjálsum vilja. Ef við skoðum listann yfir þjóðir sem hafa mestu velmegun í heiminum (lífslengd, fjöldi les og skrifandi fullorðinna, menntun og tekjur) kemur í ljós að þau 5 lönd sem eru á toppinum eru einmitt þau lönd sem státa af flestum frjálsum trúleysingjum (Noregur, Svíþjóð Holland, Ástralía og Kanada). Af þeim 25 löndum sem liggja á toppi þessa lista eru aðeins Írland og USA sem hafa mjög fáa trúleysingja. Í þeim 50 löndum sem liggja á botninum eru aftur á móti varla til frjálsir trúleysingjar. Ef við berum Bandaríkin, sem eru mjög kristin og hlutfall trúleysingja er mjög lágt(aðeins 3-7%), saman við önnur lýðræðis iðnaðarríki eins og Kanada, Japan og Evrópuríkin, kemur í ljós að USA hefur flesta morðingja, fátæka, erfiða offitusjúklinga, heimilislausa og er þar að auki eina landið sem heldur ennþá fast við dauðadóm. Það er líka eina landið sem ekki bíður sínu fólki uppá heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta ásamt fleiri áhugaverðum upplýsingum, kemur allt fram í skýrslum sem hægt er að finna í CIA WorldFactbook 2004 eða https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html I SÞ World Social Situation Report 2003 kemur líka fram að af 40 fátækustu þjóðum heims voru öll löndin nema Víetnam mjög trúuð og með mjög fáa frjálsa trúleysingja. Þessi lönd eru einnig með flesta ólæsa íbúa jarðar. Jafnrétti er mest í löndum með flesta frjálsa trúlausa samkvæmt skýrslum frá SÞ Human Development Reports frá 2004 og staða minnihlutahópa eins og samkynhneigðra er einnig best þar. Það eina sem trúuðu löndin eiga vinninginn í er lág sjálfsmorðstíðni, en þar sem trúaðir telja það synd að stifta sig lífi, má ætla að sum dánarvottorðin séu fölsuð og tölurnar séu því í raun hærri í kristnu löndunum. Hvernig stendur þá á því að fólk viðist hafa það betra án trúar? Er það vegna þess að það auðveldar stjórnmálamönnum að taka ákvarðanir byggða á skynsemi?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband