Leyfið börnunum að koma til mín, en þvingið þau ekki!!

Fyrir nokkru rakst ég á bloggumræður sem mér fannst skemmtilegar. http://alit.blog.is/blog/alit/entry/211056/  Fylgjendur kristilegra sálgæslu í skólum ræddu þar við trúleysingja um hvort leyfa ætti þjóðkirkjunni að stunda sálgæslu í skólum landsins. Mörg stór orð féllu og voru trúleysingjar sakaðir um ofstæki. Þegar ég slæ orðinu ofstækisfullur upp í orðabók, sé ég að það þýðir; ”sá sem heldur ákaft fram einstrengilegri skoðun”. Það er í mínum huga sá sem heldur fram sínum skoðunum án þess að hlusta á rök annarra. Þar sem lokað var fyrir umræðurnar á blogginu, tek ég þær upp aftur hér á mínu bloggi, því velferð barna er mér mikið hjartans mál. Mér þætti því mjög vænt um að fá fram góðar rökræður, án ofstækis þar sem velferð barna er höfð að leiðarljósi en ekki þörf fyrir að stjórna öðrum. Ég dreg fram nokkur rök sem komu fram, bæði með og á móti kristinni sálgæslu í skólum og vonast ég til að það geti orðið skemmtilegar umræður. Meðal raka sem sett voru fram á móti kristilegri sálgæslu í skólum voru:

1. Hún leiðir til mismunar á börnum. Ef veitt er meiri þjónusta til vissra barna mun það koma niður á þjónustu til þerra sem ekki geta notfært sér hana.

2. Gæði þeirra þjónustu er ekki nægjanleg vegna þess að prestar og djáknar eru ekki eins vel hæfir til þessara starfa og sálfræðingar og félagsráðgjafar.

3.Þetta er óheyrilega dýr aðstoð sem hefur verið kostuð af almanna fé og meiri árangur næst með því að nota þessa fjármuni á annan hátt.

4.Þetta brýtur öll lög um trúfrelsi, þar sem þessi sálgæsla telst vera trúboð, sem er bönnuð í skólum.

5. Leiðir til vanlíðunar hjá börnum, þar sem settur er fókus á hvað skilur börn að í stað þess að fókusera á hvað þau eiga sameiginlegt. Getur þar af leiðandi stuðlað að einelti og meiri vanlíðunar.

Þau rök sem hafa komið frá þeim sem vilja trúarlega sálgæslu inní skólana eru:

1. Börnunum líður svo illa og það réttlætir að gripið sé til allra ráða.

Trúleysingjar spurðu þá hvort það væri réttlætanlegt að önnur trúfélög væru með sálgæslu í skólum, en því hefur ekki verið svarað.

2. Meirihluti íslendinga eru kristnir og það réttlætir að gengið sé á rétt minnihlutans.

 Í mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna er mikið rætt um réttindi minnihlutahópa. Þeim þjóðum sem er umhugað um að teljast með siðuðum þjóðum, leggja sig fram við að gæta hagsmuna minnihlutahópa. Þar má nefna réttindabaráttu samkynhneigðra og ýmissa þjóðarbrota. Ef ekki væri rétt að gæta hagsmuna minnihluta hópa, hvað finnst ykkur þá um réttindi kristna í t.d. Íran? Vilja Íslendingar teljast með siðuðum þjóðum?

3. I löndum trúleysingja eru mannréttindi brotin og þar af leiðandi á að hindra að trúleysingjar nái fram sínum réttindum.

Þarna er verið að bera Island saman við einræðisríki, þar sem ákveðum skoðunum er þvingað uppá fólk og fólk getur lent í fangelsi og jafnvel verið drepið ef það gengst ekki við þeim. Þetta er nokkuð sem húmanistar fordæma. Þegar við berum saman lífskjör í mismunandi löndum, væri því kannski betra að við aðgreinum þá sem eru þvingaðir til trúleysis og þeirra sem eru það af fúsum og frjálsum vilja.

Ef við skoðum listann yfir þjóðir sem hafa mestu velmegun í heiminum (lífslengd, fjöldi les og skrifandi fullorðinna, menntun og tekjur) kemur í ljós að þau 5 lönd sem eru á toppinum eru einmitt þau lönd sem státa af flestum frjálsum trúleysingjum (Noregur, Svíþjóð Holland, Ástralía og Kanada). Af þeim 25 löndum sem liggja á toppi þessa lista eru aðeins Írland og USA sem hafa mjög fáa trúleysingja. Í þeim 50 löndum sem liggja á botninum eru aftur á móti varla til frjálsir trúleysingjar.

Ef við berum Bandaríkin, sem eru mjög kristin og hlutfall trúleysingja er mjög lágt(aðeins 3-7%), saman við önnur lýðræðis iðnaðarríki eins og Kanada, Japan og Evrópuríkin, kemur í ljós að USA hefur flesta morðingja, fátæka, erfiða offitusjúklinga, heimilislausa og er þar að auki eina landið sem heldur ennþá fast við dauðadóm. Það er líka eina landið sem ekki bíður sínu fólki uppá heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta ásamt fleiri áhugaverðum upplýsingum, kemur allt fram í skýrslum sem hægt er að finna í CIA World Factbook 2004 eða https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html

I SÞ World Social Situation Report 2003 kemur líka fram að af 40 fátækustu þjóðum heims voru öll löndin nema Víetnam mjög trúuð og með mjög fáa frjálsa trúleysingja. Þessi lönd eru einnig með flesta ólæsa íbúa jarðar. Jafnrétti er mest í löndum með flesta frjálsa trúlausa samkvæmt skýrslum frá SÞ Human Development Reports frá 2004 og staða minnihlutahópa eins og samkynhneigðra er einnig best þar. Það eina sem trúuðu löndin eiga vinninginn í er lág sjálfsmorðstíðni, en þar sem trúaðir telja það synd að stifta sig lífi, má ætla að sum dánarvottorðin séu fölsuð og tölurnar séu því í raun hærri í kristnu löndunum.

Hvernig stendur þá á því að fólk viðist hafa það betra án trúar. Velmegun er árangur stjórnafars, fjárhagslegra og félagslegra ákvarðanna. Ef þær eru teknar af skynsemi og með hag fólksins að leiðarljósi, eru meiri líkur til að þær leiði til velmegunar, en ef ákvarðanir eru teknar eftir hvað sé guði þóknanlegt( samanber baráttan gegn AIDS i kaþólskum löndum).

Guðstrúin getur verið traust og styrkur fyrir marga. Trúleysingjar eru ekki að berjast á móti guðstrú. Það sem við aftur á móti teljum mikilvægt er að kirkjan sé aðskilin, bæði frá stjórnmálum og uppeldisstofnunum og trúin sé einkamál hvers og eins og hún sé ræktuð á frítíma.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tók einu sinni viðtal við lögreglumann sem sagði mér "off the record" að sálgæsla lögreglumanna væri kristileg, prestur eða djákni talaði við þær löggur sem fengið hefðu áfall í starfi sínu. Hann var mjög á móti því og vildi hafa þetta eins og slökkviliðsmenn, sem hafa sálfræðing. Þetta er eiginlega fáránlegt að leyfa fólki ekki að velja. Guðsorð hjálpar sumum en ekki öðrum. Veit um fólk sem hefur orðið alveg brjálað út í sjúkrahúspresta sem tala um guðs vilja þegar ástvinur hefur dáið. Og fleira og fleira! Við eigum að hafa val og ég vil kristnifræðikennslu út úr skólum. Trúarbragðafræðsla komi í staðinn. 

Guðríður Haraldsdóttir, 3.6.2007 kl. 17:55

2 identicon

Þakka athugasemdina Guðríður, en ég er hjúkrunarfræðingur og við getum fengið að ræða við prest eftir áföll í starfi. Eg segi eins og löggan, það hjálpar ekki mér, svo auðvitað er þetta mismunum.

Asta (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband