Er ekki hægt að koma honum í skrifstofuvinnu?

Rétt fyrir páska framdi 15 ára gömul stúlka í Svíðþjóð sjálfsmorð. Hún gerði það aðeins nokkrum klukkutímum áður en hún átti að vitna gegn manninum sem var ásakaður um að ítrekað hafa nauðgað henni síðastliðið ár. Hún var svo hrædd við hann að dauðinn var auðveldari en að þurfa að mæta honum aftur. Þar sem höfuðvitnið var ekki lengur á lífi, var málið lagt niður og enn einn nauðgarinn slapp við dóm. Þetta er hörmulegt mál og því miður ekki það eina.

 Það er mjög erfitt fyrir fórnarlömb nauðgara að vitna og oft upplifa þau réttarhöldin eins og aðra nauðgun. Þegar svo málið er lagt niður vegna skorts á sönnunargögnum, er ennþá erfiðaða að upplifa skömmina, bæði af nauðguninni og að vera ekki trúað. 

Ég hef ekki hugmynd um hvort séra Gunnar var sekur eða ekki. Hitt fer varla á milli mála að sóknarbörn hans upplifðu kynferðislega áreittni. Mér finnst þó að atvinnurekandi Gunnars, ætti að virða börnin það mikið að Gunnar fái starf þar sem ekki er hætta á að sóknarbörnin þurfi að upplifa kynferðislega áreittni aftur. Það hlýtur að vera hægt að finna vinnu fyrir hann þar sem hann hefur ekkert með börn að gera.  Trúarofstækishópar og kaþólksa kirkjan eru þekkt fyrir að hylma yfir með perrum. Ég hélt að íslenska þjóðkirkjan væri skárri.

 


mbl.is Gunnar tekur við 1. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband