12.7.2008 | 10:51
Ennþá tveim stærðum yfir, en aldrei liðið eins vel!
Nú er ég búin að vera mjög dugleg í ræktinni síðan í mars og farin að sjá góðan árangur. Markmiðið er að vera í fínu formi þegar ég verð 50 ára. Með fínu formi, meina ég að ég get hlaupið eftir stætó án þess að standa á öndinni og gert það sem mig langar til. Ég hef ekki getað hlaupið síðan ég sprakk í víðavangshlaupinu fyrir 37 árum síðan, en í gærkvöldið ákvað ég að reyna aftur. Dró fram gömlu joggingskóna rétt eftir miðnætti, þegar ég vissi að ég mundi varla mæta nokkrum úti og tók með mér Twiggy tíkina mína og við hlupum af stað. Fyrst kom brekka niðurávið og gekk það fínt, en á leið upp fyrstu brekkuna, stoppaði Twiggy til að pissa og ég varð mjög fegin að fá afsökun til að stoppa líka. Síðan kom langur sléttur kafli og ég fann að ég réð ágætlega við þetta. Twiggý hlóp inní skóginn, fann sennilega eitthvað dýr að elta, en ég vissi að hún mundi koma aftur, því hún er meira myrkfælin en ég. Fyrr en varir vorum við komnar niðrá járnbrautastöð sem er 1,5 km frá heimili mínu. Mér fannst þetta góð byrjun því ég ætlaði líka að hlaupa heim svo ég snéri við. Ég hafði ekki hlaupið langt þegar ég tók eftir að ég var að hlaupa niður á við. Ég hafði sem sagt hlaupið upp halla án þess að taka eftir því. Við þetta elfdist ég og ákvað að mér skyldi takast að hlaupa alla leiðina heim og líka síðustu brekkuna upp. Það var mikið minna mál en ég hélt. Ég kom heim sveitt og brosandi og hafði tekist að hlaupa 3 km. það tók mig að vísu 25 mínútur, en ég er bara að keppa við sjálfa mig og var því sigurvegari kvöldsins
Athugasemdir
Mæltu manna heilust. Ég er sextug og 10 kílóum of þung. Berst alltaf við sælgætisfíknina. Er að hugsa um að fá mér góðan göngutúr núna eftir að lesa tvö síðustu skrifin þín.
Góða helgi
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.7.2008 kl. 11:06
Takk Ingibjörg og góða helgi.
Ásta Kristín Norrman, 12.7.2008 kl. 11:28
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.