Heimsýn út frá trúarbrögðum. Umræða opin öllum.

Velmegun er árangur stjórnafars, fjárhagslegra og félagslegra ákvarðanna. Ef þær eru teknar af skynsemi og með hag fólksins að leiðarljósi, eru meiri líkur til að þær leiði til velmegunar, en ef ákvarðanir eru teknar eftir hvað sé guði þóknanlegt( samanber baráttan gegn AIDS i kaþólskum löndum).


Það er athyglisvert að sjá hvernig fólk hefur það í löndum þar sem trúleysi er hve algengast. þá er ég að tala um þau lönd þar sem fólk er trúlaust af fúsum og frjálsum vilja. Ef við skoðum listann yfir þjóðir sem hafa mestu velmegun í heiminum (lífslengd, fjöldi les og skrifandi fullorðinna, menntun og tekjur) kemur í ljós að þau 5 lönd sem eru á toppinum eru einmitt þau lönd sem státa af flestum frjálsum trúleysingjum (Noregur, Svíþjóð Holland, Ástralía og Kanada). Af þeim 25 löndum sem liggja á toppi þessa lista eru aðeins Írland og USA sem hafa mjög fáa trúleysingja. Í þeim 50 löndum sem liggja á botninum eru aftur á móti varla til frjálsir trúleysingjar. Ef við berum Bandaríkin, sem eru mjög kristin og hlutfall trúleysingja er mjög lágt(aðeins 3-7%), saman við önnur lýðræðis iðnaðarríki eins og Kanada, Japan og Evrópuríkin, kemur í ljós að USA hefur flesta morðingja, fátæka, erfiða offitusjúklinga, heimilislausa og er þar að auki eina landið sem heldur ennþá fast við dauðadóm. Það er líka eina landið sem ekki bíður sínu fólki uppá heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Þetta ásamt fleiri áhugaverðum upplýsingum, kemur allt fram í skýrslum sem hægt er að finna í CIA WorldFactbook 2004 eða https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html I SÞ World Social Situation Report 2003 kemur líka fram að af 40 fátækustu þjóðum heims voru öll löndin nema Víetnam mjög trúuð og með mjög fáa frjálsa trúleysingja. Þessi lönd eru einnig með flesta ólæsa íbúa jarðar. Jafnrétti er mest í löndum með flesta frjálsa trúlausa samkvæmt skýrslum frá SÞ Human Development Reports frá 2004 og staða minnihlutahópa eins og samkynhneigðra er einnig best þar. Það eina sem trúuðu löndin eiga vinninginn í er lág sjálfsmorðstíðni, en þar sem trúaðir telja það synd að stifta sig lífi, má ætla að sum dánarvottorðin séu fölsuð og tölurnar séu því í raun hærri í kristnu löndunum. Hvernig stendur þá á því að fólk viðist hafa það betra án trúar? Er það vegna þess að það auðveldar stjórnmálamönnum að taka ákvarðanir byggða á skynsemi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þessi færsla er hluti af grein sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Ástæða þess að ég skrifa hana aftur er blogg sem kom í morgun  . Ekki er hægt að gera athugasemd við þá færslu nema vera sammála viðkomandi. Þess vegna opna ég fyrir þessa umræðu hér og eru allir velkomnir einnig þeir sem eru mér ósammála. 

Ásta Kristín Norrman, 10.6.2007 kl. 14:59

2 identicon

Án nokkurs vafa þá væri þetta betri heimur án trúarbragða.
Eða a.m.k. án trúarstofnana og trúarleiðtoga, stofnanir og leiðtogar eru af hinu illa eins og hefur svo oft sýnt sig.

Bara að spá hvað væri hægt að bæta mannlífið hér á klakanum við það að hætt að sóa peningum í þjóðkirkjuna, það er hneyksli hvað við eyðum í það batterý.

Trúleysingjar sem ég hef kynnst eru allir alveg 100% menn og vilja ekkert frekar en mannréttindi og jöfnuð fyrir alla, algerlega öfugt við ofurtrúaða sem vilja traðka allt niður undir hælinn nema eitthvað halelúja dót, þeir eru tilbúnir að drepa og bara you name it, til þess að ná sínu fram.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sæl Ásta Kristín,

þú segir að þessi pistill sé birtur aftur hjá þér af því að "blogg sem kom í morgun - Ekki er hægt að gera athugasemd við þá færslu nema vera sammála viðkomandi."

Hvaða færslu ert þú að tala um og hver er þessi viðkomandi?

Hví að hlífa honum með því að birta ekki nafn hans og bloggaranafn?

Birtu það og stöndum öll upprétt og keik við andmælin!

Bestu árnaðaróskir...

Viðar Eggertsson, 10.6.2007 kl. 22:42

4 identicon

Má ég giska... Jón Valur kemur sterkur inn

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:43

5 identicon

Þessi hér http://alit.blog.is/blog/alit/  (Guðrún) er frek í ritskoðun á sínu bloggi líka.. hin saklausustu comment eru þurrkuð út
Hún var eitthvað að skjóta á jóga fólk og ég sagði að "Sem betur fer eru ekki allir eins, það sem virkar fyrir þig þarf ekki að virka fyrir alla"  .... eytt út

Ég þoli ekki svona halelúja ofsalið... og ef guð er til þá er ég nokkuð viss um að hann þolir ekki þetta lið heldur

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:46

6 identicon

Mig langar að nefna annað ósvífið dæmi um hegðun hjá trúuðum og það er þessi svo kallaða vinaleið hjá þjóðkirkjunni.
Þar bora þeir prestum inn í skólana, foreldrar eru ekki spurðir, það er ekkert spáð í það að í skólunum eru börn sem tilheyra öðrum trúarsöfnuðum ofl ofl
Þetta er akkúrat svona dæmi sem ýtir undir fordóma á meðal krakkana, ég sé fyrir mér krakka sem tilheyra minnihluta hópum verða fyrir aðkasti og óvæginni stríðni annara krakka, kirkjunni er nákvæmlega skítsama um slíkt því þarna var hún að reyna að ná í fleiri meðlimi til að bætu upp fyrir þann flótta sem er úr kirkjunni í dag.
Eitt foreldri lýsti því að prestur hafi beðið börnin að sýna sér ör sem þau hefðu á líkamanum og að þau væru með samskonar sár á sálinni.
Er þetta boðlegt... Mér finnst þetta hræðilegt og algert mannréttindabrot.

Get ekki að því gert, ég verð alveg sjóðandi þegar ég heyra af trúarliði troða sér inn í grunnskóla með svona áróður.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 08:17

7 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Alveg rétt hjá þér Docktor það er Guðrún sem á það blogg. Ég hef gert athugasemd áður hjá henni, þar sem ég var meira að segja sammála. Ég skil bara ekki hvers vegna fólk er að tjá sig á opinberum vettvangi, ef það þolir ekki að gerðar séu athugasemdir. Ég skil að lokað sé á fólk ef það er með dónaskap, en að loka á alla sem eru ósammála, minnir mest á Hitler sem var að vísu líka sannkristinn. 

 Jón Valur hefur gert athugasemdir sem mér fannst góðar og mér fannst mjög áhugavert að ræða við hann. Að vísu sagðist hann koma með betri rök seinna, en hvenær það verður veit ég ekki. Ég hef einnig fengið að svar hans bloggi. Sömu sögu er að segja um Janus sem einnig svaraði með rökum, svo það eru ekki allir kristnir eins og Hitler, en víst eru þeir margir.

Ásta Kristín Norrman, 11.6.2007 kl. 09:44

8 identicon

Hmmm þorir engin að segja neitt... er umræða um trúmál feimnismál á íslandi... ekki þora stjórnmálamenn að hrófla við þjóðkirkjunni... ohh well

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:24

9 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sæll Viðar! ég reyndi að setja slóð við athugasemdina, en það mistókst hjá mér. Ef þú kíkir á græna punktinn efitr "morgun" í annari línu athugasemdarinnar, færðu slóðina. Þú virðist vera einn af fáum sem færð að vera ósammála henni. Eg hef lesið athugasemdirnar hjá henni og það er bara amen í kirkjunni. Enda fáir sem eru ósammála sem hafa leyfi til að skrifa þar.

Ásta Kristín Norrman, 11.6.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband