7.6.2007 | 21:36
Góður kennari
Það er svo oft skrifað um lélega kennara, svo ég vil endilega nota tækifærið og skrifa jákvætt um einstakling í stéttinni núna þegar ég hef tækifæri til. Elísabet Þórðardóttir textílkennari í Lækjaskóla í Hafnarfirði er kennari með áhuga á starfinu sínu. Sandra dóttir mín sem var að klára 10. bekk í dag, hefur mikinn áhuga á fatahönnun eins og algengt er meðal jafnaldra hennar. Hún hefur líka gaman af að sauma og var svo heppin að fá Elísabetu sem kennara, sem leyfði henni að spreyta sig á eigin áhugaefnum, hjálpaði henni að útforma hugmyndir sínar svo henni tókst að hanna og sauma þennan fallega kjól sem Sandra fékk svo verðlaun fyrir á skólaslitunum. Kærar þakkir Elísabet.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Fjölskylda og vinir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 8.6.2007 kl. 02:52 | Facebook
Athugasemdir
En flottur kjóll hjá stelpunni þinni. Að sjálfsögðu eru til mjög góðir kennarar og þeir ættu að fá að ráða meiru í stefnu skólanna.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.6.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.