Færsluflokkur: Lífstíll
13.7.2008 | 19:12
Viku útilega á hjóli.
Lífstíll | Breytt 17.7.2008 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2008 | 10:51
Ennþá tveim stærðum yfir, en aldrei liðið eins vel!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2008 | 10:18
Megrun er fitandi!!
Offita er algengasta og sennilegast hættulegasta heilbrigðisvandamálið í dag. Þrátt fyrir að offita kosti samfélagið gríðalega fjármuni og orsaki líðandi fyrir fjölda fólks, fær þessi hópur ekki þá faglegu hjálp sem hann ætti að fá. Sennilega er það vegna þess að fólk með offitu er mjög lítilsvirtur sjúklingahópur. Hellingur af fólki með mismundandi menntun og hæfni, hefur atvinnu af og þénar góðan pening á að gefa þeim sem þjást af þessum sjúkdómi, stórhættuleg ráð. Lítið sem ekkert eftirlit er á gæðum þeirra þjónustu sem er í boði. Heilbrigðisstofnanir á vegum ríkissins grípa ekki inn fyrr en í óefni er komið. Þrátt fyrir að heróinsjúklingur eigi hlutfallslega meiri möguleika á að ná bata en þeir sem þjást af offitu, er stuðningurinn og meðferðarúrræði mjög fáttækleg. Fólki er sagt að "breyta um lifnaðarhætti", sem þýðri yfirleitt að fólk á að borða ca 12-1500 hitaeiningar á dag og hreyfa sig meira. Að missa mörg kíló er verkefni sem tekur langan tíma. Þrátt fyrir að tæknin sé fyrir hendi og er ekki dýrari en að taka hjartalínurit, fær fólk allmennt ekki möguleika á að komast að því hvort það er á réttri leið eða ekki. Fólki er boðið uppá viktun, oftast einu sinni í viku og fær fínar uppskriftir af sveltfæði, en hvort það er að missa vöðva eða fitu, er enginn sem skiptir sér af. Oft er árangurinn sá að vöðvamassinn minnkar og gera þar af leiðandi líkamann betur í stakk búinn til að safna á sig ennþá meiri fitu.
Ég er ein af þeim mörgu konum sem hafa lagt á sig nokkur kíló við að hætta að reykja, ganga með börn og fara eftir miður góðum leiðbeiningum. Ég hef reynt margar leiðir til að losna við þessi kíló, en hef bara orðið feitari við það. Ég hef yfirleitt tekið tarnir, fengið æfingarprógram og matarlista og samviskusamlega reynt að fylgja leiðbeiningunum. Ég hef náð af mér nokkrum kílóum, en gefist svo upp og farið á sælgætisfyllirí og hætt öllu. í haust ákvað ég að áður en ég yrði 50 ára, skyldi ég vera komin í kjörþyngd. Ég hafði 18 mánuði á mér og 15 kíló að ná af mér. Eg ákvað að vera bíllaus þar til markmiðinu væri náð. Ég keypti mér góða kerru sem ég gat sett aftaní hjólið og keypt inn og útrétt fyrir fjölskylduna. Ég hafði aðgang að bíl í vinnunni, en það voru ekki nema 5-10 kílómetrar sem ég þurfti að keyra á dag, svo ég ákvað að ganga í staðinn. Ég gekk því eða hjólaði í 2-3 tíma á dag. Samtímis keypti ég mér inngöngu í aðhaldsklubb þar sem ég gat haldið dagbók og fylgst með hversu mörgum hitaeiningum ég brenndi og hvað ég borðaði margar. Mér var ráðlagt að borða 1300 hitaeiningar og ekki bæta upp með mat ef ég hreyfði mig mikið. Maður hefði nú haldið að þetta væri leiðin til að ná árangir. Ég léttist um 4 kíló, en stoppaði þar. Í vor voru aðstæður mínar þannig að ég gat notað meiri tíma fyrir sjálfa mig, svo þá ákvað ég að æfa af kappi og ná af mér síðustu 10 kílóunum. Ég byrjaði á æfingarstöðinni hérna í bænum, en þar er prógram fyrir þá sem vilja léttast. Þann 16. apríl fór ég svo í fitumælingu, fékk matarlista og æfingarprógram. Fitumælingin kom mér óþægilega á óvart. Þrátt fyrir að ég hafði verið svona aktiv í allan vetur, var ég með mjög lítinn vöðvamassa, eða 4 kílóum minna en var eðlilegt fyrir minn aldur og þyngd. Ég pældi ekki meira í því, heldur byrjaði á fullu. Ég borðaði 1 máltíð á dag og drakk svo próteindrykki með, samtals 1000 hitaeiningar á dag. Eg æfði mun meira en ég átti að gera, eða styrktaræfingar x3 í viku og þolæfingar á hverjum degi og brenndi að meðaltali ca 3000 hitaeiningum á viku á æfingarstöðinni. Eftir tæpar 3 vikur fór ég svo í fitumælingu aftur. Ég hafði losnað við 1,5 kíló af fitu, en það sem verra var, 2,7 kíló af vöðvum voru horfin líka. Ég fékk sjokk. Ég var búin að lifa á mjög hollri fæði og æfa á fullu, en samt missti ég vöðva. Þá gerði ég mér grein fyrir hvers vegna ég var með minni vöðva en gengur og gerist áður en ég byrjaði á æfingarstöðinni. Eg hafði svelt burtu vöðvana og gert líkaman hæfari til að safna á sig fitu. Og það var sennilega það sem ég hafði gert í öllum átakskúrunum sem ég hafði stundað í gegnum árin. Ég varð reið. Hvað á fólk sem veit ekki hvað það er að gera, með að selja mér ráðleggingar sem virka þveröfugt og eyðileggja um leið fjölskyldulífið. Vita þau ekki hvernig er að alast upp í fjölskyldu þar sem mamman er í sífellu átaki.
Viktin fór á haugana því hún sagði mér í raun ekki neitt. Ég ákvað að borða það sem mig langaði í og hætta að telja hitaeiningar. Halda áfram æfingunum og mæla mig aftur eftir 4 vikur. Fyrstu dagana borðaði ég helling af sælgæti, en hætti fljótt á sælgætisfylliríinu. Það var auðveldara að hætta eftir einn súkkulaðibita þegar ég vissi að ég gat fengið mér aftur þegar ég vildi. Ég fór að baka með kvöldkaffinu og heimilislífið varð mun skemmtilegra. Ég fékk mér brauð með hnetusmjöri án þess að fá samviskubit. Í síðustu viku var svo komið að mælingu aftur og í fyrsta skiptið í þessari áratugalöngu baráttu, vissi ég að ég var á réttri leið. Ég hafði að vísu bara misst 0,6 kíló fitu, en bætt á mig 1,9 kíló vöðvum. Nú ætla ég að halda áfram með æfingarnar eins og áður, reyna að borða hollari fæði en ég hef gert síðustu 4 vikur, en aldrei telja hiteiningar aftur. Offita er mjög alvarlegur sjúkdómur. Fyrir utan fylgifiska eins og til dæmis sykursýki og hár blóðþrýstingur þá verður allt stoðkerfið fyrir miklu álagi.
Offita kostar samfélagið mikla fjármuni og sjúklingana mikið líðandi. Það er auðvelt að hugsa sér batahorfur sjúklings í kjörþyngd sem öklabrotnar við batahorfur sjúklings með 50 kílóa yfrivikt með eins öklabrot. Það er mun erfiðara að ná árangri í baráttunni við þennan sjúkdóm, en við aðra ofneyslusjúkdóma, því mat verðum við öll að nota, en stuðningur við þennan hóp er skammalega lítill.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)