Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Skólagarðarnir

Ég verð bara að skrifa eitthvað jákvætt í dag. Var með 8 ára gamalli dóttur minni í skólagörðum Hafnarfjarðarbæjar. Við erum búnar að reyta arfa og koma niður kartöflum og á morgun gerum við kláran grænmetisgarðinn. Ég man ekki eftir að hafa verið svona skýtug síðan ég var í handlangi hjá pabba í múrverkinu í gamla daga, vil ekki segja fyrir hve mörgum árum síðan. Mér finnst alveg frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ að bjóða uppá þetta fyrir krakka. Fyrir utan hve lærdómsríkt það er fyrir krakka að sjá hvernig lifandi verur verða til, er þetta skemmtilegt og þroskandi. Ég náði að þvo af henni mesta skítinn og gefa henni einn banana áður en maturinn varð tilbúinn, en hún er sofnuð inní rúmi áður en hún náði að borða. Ég bíst við að hún vakni vegna hungurverkja um miðnættið.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband