Viku útilega á hjóli.

Loksins er komið að því. Á morgun höldum við af stað í hjólreiðaferð ársins. Við ætlum að vísu ekki svo langt, bara um 250 km fram og til baka, en við munum búa í tjaldi, svo þetta verður örugglega spennandi. Það finnst alla vegu Ylvu 9 ára dóttur minni, sem hlakkar mikið til að sofa úti. Þetta verður náttúrulega alveg ný upplifun fyrir litlu Jönnu sem er bara tæplega 2 ára og alldrei farið í svona langt ferðalag, hvað þá á hjóli og sofa í tjaldi. Þó hún sé minnst er mestur farangur í kringum hana. Hún þarf að hafa með sér sondumat fyrir heila viku, sprautur, lyf, standspelkuna sína og bleyjur, fyrir utan regnhlífakerruna. En þetta fær allt pláss í vögnunum sem ég og Tommie drögum á eftir okkur. Við ætlum að hjóla frá Vänersborg til Skara sommarland, vera í skemmtigarðinum í 2 daga og hjóla í 6 daga. Við fórum í svona ferðalag fyrir 8 árum. Þá voru stóru stelpurnar mínar með, 8 og 9 ára og Ylva eins og Janna er núna. Það var skemmtilegasta sumarfrí sem við höfum farið í, svo tilhlökkunin er mikil. Laus við bæði sjónvarp, útvarp og tölvu, (ég kem örugglega til með að sakna þess síðasta), tökum með okkur spilastokk og bolta og svo verður gott að fá sér hvítvínsglas á kvöldin fyrir utan tjaldið. Spáin er góð, ca 20 stiga hiti og þurrt, svo það getur ekki verið betra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband